Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, janúar 29, 2007

Mjög sammála þessu

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Hvað næst?

Ekki nóg með það að það hafi verið svo kalt í vinnunni um daginn að við þurftum að fara heim, þá í gær þegar ég kom aftur að borðinu mínu eftir að hafa farið í mat þá var músaskítur á borðinu mínu!!! Veit svo sem ekki hvað hann var búin að vera lengi en ojbarasta.
Það er samt svo típískt að þetta skuli hafa verið á borðinu mínu, ef eitthvað svona hendir einhvern þá er það mig. Ég er ekkert sérlega mikil dýrastelpa og mig líkar ekki við það að vita að kannski er mús á ferli hérna í vinnunni :S
Ég setti víst upp einhvern skeflingar svip þegar ég sá þetta og bað Hildi vinsamlegast að koma og sjá svolítið. Ojjj, er ennþá alltaf að heyra í einhverju, sennilega ímyndunaraflið að fara með mig.

En ég spyr bara hvað gerist næst? Ekki það að er alveg ágætt að hafa smá spennu í vinnunni. En það hefði alveg mátt gerast eitthvað annað.

Berglind sem leitar að músinni sem skeit á borðið hennar kveður að sinni.

mánudagur, janúar 22, 2007

Ja hérna hér

Rosalega var þetta skemmtilegur leikur, úff hjartað á mér er ennþá á fullu. Verð að viðurkenna að ég bjóst svo ekki við þessu en þeir tóku þetta. Djö... er ég ánægð með strákana OKKAR. Sýndu það allir afhverju þeir eiga skilið að vera í landsliðinu.
Heyrði það rétt fyrir leikinn að dagurinn í dag væri versti dagur ársins. Flestir eru með áhyggjur af skuldum eftir jólin og svona. Ég var alveg að kaupa þetta fram að leiknum þar sem ég fór heim úr vinnuninni í dag því að ég var (að ég hélt) komin með gubbupestina, en ég gat ekki ælt heldur leið bara svona illa eins og þegar maður er mað gubbuna. Og svo var þessi leikur sem ég hélt svo ekki að við myndum vinna. En hann endaði betur en ég hélt.

Allt annað að sjá liðið miðað við í gær, þeir voru ekkert smá lélegir og svo var leikurinn við Ástrali svo leiðinlegur að ég sofnaði yfir honum, engin spenna, annað en áðan. Og vá hvað ég öfunda fólkið sem er úti í Þýskalandi núna og á leikjunum, ég fer bara næst ;)

Já, glæsilegt hjá strákunum okkar,áfram Ísland!!

Annars hitti ég Betu og Helenu á föstudaginn á Galileo, sem var fínt nema hvað borðin þarna eru svo nálægt hvort öðru, maður heyrði gjörsamlega allt sem fólkið á næsta borði var að segja. Við vorum ekki lengi úti þetta kvöld, þannig er það alltaf með föstudaga, maður er alltaf svo þreyttur. Förum á laugardegi næst.

Svo fór sunnudagurinn í það að taka til í tölvunni minni. Hún er orðin frekar gömul af fartölvu að vera og var orðin ansi full af dóti. En ég er svo léleg að henda dóti, hvort sem það er í tölvunni eða bara dóti inni hjá mér. Það gæti alltaf verið að ég þyrfti að nota þetta einhvern tímann. Svo kannski ári seinna hef ég ekki einu sinni kíkt á hlutinn og var búina ð gleyma að ég ætti þetta. En ég náði að hreinsa aðeins til í henni og er búin að helda yfir á harðan disk flest af skólagögnum sem í henni voru. Þá er bara næsta skref að afrita það. Tek annan sunnudag í það ;)

En jæja segi þetta gott í bili.

ÁFRAM ÍSLAND

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Argggggg

Vá hvað ég er pirruð núna, ég var takk fyrir 53 mínútur á leiðinni í vinnuna. Þetta er ekki í lagi, það má ekki koma smá rok og því smá snjór á göturnar og þá fer allt í kerfi. Ég kenni aðalega fólki sem getur ekki drullast til þess að setja vetrardekk undir bílinn sinn um!!! Og svo er líka fólkið sem getur ekki farið aftast í röðina eins og við hin að troða sér fremst og tefja allt.

Úff varð bara aðeins að blása.

Annars skellti ég mér á leikinn á sunnudaginn, mjög gaman, rosalega langt síðan að ég fór á landsleik eða bara handboltaleik yfir höfuð. Hlakka svo til að fylgjast með HM. Versta þegar ég fer að horfa á svona leiki þá langar mig svo aftur að æfa, en það er víst ekkert sem er að fara að gerast.

Berglind með pirring í taugunum kveður að sinni.

föstudagur, janúar 12, 2007

Búin að setja inn nokkrar myndir


Cool Slideshows


Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá því að ég var úti í Boston, á árshátíðinni og á reunioninu.

Annars vorum við nokkrar úr vinnunni sendar heim í morgun vegna kulda. Það er nefnilega þannig að ef það er kalt úti þá er líka rosalega kalt inni hjá okkur. Ég er búin að vera að drepast úr kulda alla vikuna og ég hef ekki farið úr úlpunni minni allan daginn. En samt skrítið þar sem við erum allar að frjósa þá er frúin sem situr hliðina á mér að kafna úr hita. Vanalega er það ég sem er alltaf að kafna úr hita, en það er greinilega að breytast. En í morgun þá var hún líka að drepast úr kula og þá er mikið sagt, reyndar ekkert skrítið þar sem það voru um 16°inni og smá rok. Og þar sem ég hafði ekkert að gera ákvað ég að setja nokkrar myndir inná síðuna mína.

Kuldaboli kveður að sinni.

mánudagur, janúar 08, 2007

Gleðilegt ár!

Úff árið 2007 gengið í garð og ég get ekki sagt annað en að árið 2006 hafi verið fljótt að líða. Þegar ég fer að velta því fyrir mér hvernig árið 2006 hafi verið þá einkenndist það af útlandaferðum hjá mér, sem er náttúrulega bara mjög fínt, þar sem ég hélt að ég myndi ekkert fara út á árinu. En það endaði með því að ég fór 6 sinnum út, ekki slæmt það. Og flestar ferðirnar voru seinnipart ársins. Vona bara að ég fari eitthvað út á þessu ári.

En annars er það litla sem búið er af þessu ári búið að vera mjög fínt, nóg að gera. Það var leynivinavika í vinnunni sem byrjaði 2. jan. og hægt er að segja að það var góður mórall í vinnunni í seinustu viku, flestir lögðu mikið á sig til að vera sem besti leynivinurinn. Ég var leynivinurinn hennar Sigurborgar og Íris var minn. Íris var ekkert smá góður leynivinur, kom mjög á óvart þegar hún sendi blómaskreytingu í vinnuna til mín, og ekkert smá flotta. Ég var nokkuð vinsæl þann daginn því flestir vildu koma og skoða. Íris þú ert alveg frábær vinur :)

Ég og Sigurborg, ég var sko hennar leynivinur


Ég og Íris, hún var minn leynivinur
Á föstudaginn var svo árshátíð vinnunnar og þar fengu allir að vita hver var leynivinur hvers. Þemað á árshátíðinni var svart og bleikt og tóku flestir því alvarlega og mættu í réttu litunum. Árshátíðinn var vel heppnuð og held ég að flestir hafi skemmt sér mjög vel.

Freyja, Íris, Hildur Ýr og Hildur
Á laugardaginn var svo reunion úr MS því núna eru 5 og hálft ár síðan að ég útskrifaðist þaðan. Mæting var frekar dræm, en þá er allavega búið að halda þetta. Hefði samt verið til í það að fleiri hefðu mætt. Við vorum 6 sem mættum úr mínum bekk af ég held 19 manns. Það mættu næstum allir sem ég er í mestu sambandi við. Sem var bara frábært því það er alltaf gaman að hitta þau.

Berglind og Arna í góðum gír á reunioninu


Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Vona bara að árið 2007 verði sem allra best hjá ykkur öllum.

Kveðja,

Berglind

P.S: Ég er alveg á leiðinni að henda inn myndum frá Boston, árshátíðinni og fleira, bara næst þegar ég nenni.