Búin að setja inn nokkrar myndir
Cool Slideshows |
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá því að ég var úti í Boston, á árshátíðinni og á reunioninu.
Annars vorum við nokkrar úr vinnunni sendar heim í morgun vegna kulda. Það er nefnilega þannig að ef það er kalt úti þá er líka rosalega kalt inni hjá okkur. Ég er búin að vera að drepast úr kulda alla vikuna og ég hef ekki farið úr úlpunni minni allan daginn. En samt skrítið þar sem við erum allar að frjósa þá er frúin sem situr hliðina á mér að kafna úr hita. Vanalega er það ég sem er alltaf að kafna úr hita, en það er greinilega að breytast. En í morgun þá var hún líka að drepast úr kula og þá er mikið sagt, reyndar ekkert skrítið þar sem það voru um 16°inni og smá rok. Og þar sem ég hafði ekkert að gera ákvað ég að setja nokkrar myndir inná síðuna mína.
Kuldaboli kveður að sinni.
1 Comments:
Hæ skvís!
Flottar myndir af reuninu og árshátíðinni, váá hvað kjóllinn þinn er flottur:) geggjó!
Hér rignir og rignir og sko þvílíkt rok, en það er ekki svona svakalega kalt eins og heima á klakanum.
Heyrumst, HErdís
Skrifa ummæli
<< Home