Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Dekur

Já ég er að fara í dekur á eftir. Ég, Hildur og Hulda ætlum í nudd á NordicaSpa og í pottinn. Umm það verður vonandi æði. Svo fer ég að skúra og svo förum við á Rockstar tónleikana ásamt Hildi Ýr. Ætlum að reyna að mæta frekar snemma til þess að fá gott sæti. Það verður örugglega brjálað stuð.

Svo er aldrei að vita nema að ég mæti í Jólabollu Icelandair á morgun, eða það er allavega planið núna en svo veit ég ekki hvernig stemmningin er á morgun, ég er búin að vera svo rosalega löt í djamminu.

Jæja, best að fara að koma sér í dekrið.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Bootcamp í tísku

Já það er hægt að segja það að bootcamp sé í tísku. Var á Internet Marketing Bootcamp fyrirlestir/námskeiði á miðvikudaginn og fimmtudaginn, en ég var ekki mikið að reyna líkamlega á mig eða brenna. Eina sem ég tengdi við orðið eins og ég skil það er að þetta var mikil keyrsla, lítið af pásum og því reyndi þetta mikið á rassinn. En góður fyrirlestur þrátt fyrir það.

Svo fannst mér ég bara búa á Nordica Hotel í gær, var á námskeiðinu allan daginn og um kvöldið fór ég í bóka útgáfuteiti. En það er svo sem ekkert slæmt, það er fínt að vera á Nordica og breyta um umhverfi í smá tíma.

Jæja, hef þetta ekki lengra,

góða helgi.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Ferðasagan

Þá er nú komin rúm vika síðan að ég kom frá Svíþjóð og því kominn tími á smá blogg.

Ferðin byrðjaði ekkert alltof vel, vorum komin út á völl þá var okkur sagt að það væri tveggja tíma seinkun á fluginu, og því þurftum við að bíða í rúma fjóra tíma í flugstöðinni. Ekki það allra skemmtilegasta. En þegar við fórum í gegnum öryggishliðið og ég búin að setja allan vökva samviskusamlega í poka eins og það átti að gera. Þá var ég stoppuð og linsuvökvinn minn tekinn af mér þar sem hann var 120 ml en ekki 100 ml. Vá hvað ég var fúl, samt mest pirruð út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki athugað þetta. En þetta er selt sem ferðakitt og ég gaf mér það að þetta væri nú svo lítið, en greinilega ekki nógu lítið.

Jæja, flugferðin gekk vel fyrir utan einn útlending sem stóð tvisvar sinnum upp úr sætinu sínu í lendingu, einu sinni til þess að kíkja út um gluggan og svo ætlaði hann á klósetti. (Þetta var þegar flugfreyjunar eru búnar að spenna beltin).
Lestarferðin gekk svo vel. Kolla tók á móti okkur á lestarstöðinni og fylgdi okkur heim til sín.
Svo einkenndust dagarnir á því að við fórum í búðir, bæði í Lund og svo líka í Malmö (og alltaf ætla ég ekki að versla neitt og alltaf klikkar það!!!) og um kvöldið var eldað, spilað og borða nammi. Mjög kósí ferð.

Svo var heimferðin óskemmtilegri en þegar við fórum út. Komumst ekki með í vélina klukkan átta, eða jú Hildur komast og ekki víst að við hin kæmumst með seinni vélinni, en sem betur fer slappa það og ég rosalega ánægð. Svo þegar við lendum heyri ég í Hildi til þess að athuga hvort að við færum ekki samferð henni í bæinn og þá segir hún mér það að töskurnar komu ekki með henni og við yrðum að athuga með þær núna. OK allt í lagi með það. En þegar við erum að bíða eftir því að komast út úr vélinni þá kallar flugfreyjan í hátalarana að raninn sem við áttum að fara að væri bilaður og því þyrftum við að setjast aftur í sætin okkar og bíða þar til hægt væri að íta okkur á annan rana. Það hafðist að lokum og við komumst út. Biðum eftir töskunum okkar og viti menn, þær komu allar nema mín!!! Mikið var ég ánægð. En hún kom samt bara daginn eftir mér til mikillar ánægju.

En Kolla, Bjarki og Klara Rut, takk kærlega fyrir mig. Það styttist svo í það að við hittumst um jólin.

Svo um helgina, bakaði ég piparkökur með stelpunum úr vinnunni, þæfði, fór í afmæli og hjálpaði mömmu að baka. Þannig að það var mikið að gera um helgina.

En þangað til næst......

Berglind seinheppna

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Svíþjóð

Þá er það Svíþjóð á morgun. Fljúgum til Danmörku og förum þaðan með lest yfir til Lund þar sem Kolla frænka mun vonandi taka á móti okkur og fylgja okkur heim til sín.

Annars er ég farin að hlakka svo til jólanna. Vildi að það væri farið að spila jólalög í útvarpinu. En þar sem það er ekki var ég mjög fegin að fatta að ég ætti nokkur jólalög á ipodinum mínu. En svo þegar ég fór að hlusta á þau þá komst ég að því að þetta væri bara undirspilið af jólalögunum og enginn texti!!! Það er ekkert gaman við það þar sem ég kann bara alltaf nokkrar línur í hverju lagi og fólk vill sko ekki hlusta á mig syngja.

En ég á víst eftir að fara til Svíþjóðar og svo Boston áður en jólin koma, þannig að ég hef svo sem nóg til þess að hlakka til áður en þau koma.

Jæja, læt sennilega ekkert í mér heyra fyrr en ég kem heim frá Svíþjóð.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Af því að það er föstudagur

Ekkert að frétta af mér núna, nældi mér í pest á þriðjudagskvöldið og var að mæta fyrst í vinnu núna. Get ekki sagt að það sé gaman að hanga ein heima, mér dettur aldrei neitt sniðugt í hug. Nema í gær náði ég að horfa á 4 Grey's Anatomy þætti. Ég elska þessa þætti, finnst þeir alveg snild.

En í kvöld er ég að fara á Reykjavík Pizza Company að hitta Helenu og Betu. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þar sem við hittumst skiplagslega á tveggja mánaða fresti og mér finnst bara ekkert svo langt síðan við hittumst. En það er bara fínt, alltaf gaman að hitta þær.

Svo á morgun er planið að fara í bodupump, þ.e.a.s. ef ég vakna!! Klikkaði nefninlega seinast og það var víst ég sem var að tjá mig mest um það að fólk yrði nú að mæta. Svona er það, maður á að spara stóru orðin!
En svo er það matur til Berglindar og Sigurjóns Braga litla og við stefnum á að spila.
Sem sagt róleg og góð helgi í námd. En svo fer ég bráðum að fara til Svíþjóðar, ég er farin að hlakka mikið til að hitta Kollu frænku, Bjarka og Klöru Rut mega pæju.

Ákvað að henda inn einu brandara í tilefni þess að það sé föstudagur.

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.

"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til ?"
Spurði sonurinn allt í einu.
"Þær eru þrjár, sonur sæll.

Þegar að konan er á þrítugsaldri eru
brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn.

Á fertugs- og fimmtugsaldrinum
eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið.

Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við
lauka." "Lauka ?" "
Já, þú horfir og þú grætur !"

Smáþögn.

"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til"
spurði dótturin.
Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:"
Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig.

Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og
eik, öflugur og harður.

Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins
og birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir
fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts

Góða helgi.