Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, nóvember 20, 2006

Ferðasagan

Þá er nú komin rúm vika síðan að ég kom frá Svíþjóð og því kominn tími á smá blogg.

Ferðin byrðjaði ekkert alltof vel, vorum komin út á völl þá var okkur sagt að það væri tveggja tíma seinkun á fluginu, og því þurftum við að bíða í rúma fjóra tíma í flugstöðinni. Ekki það allra skemmtilegasta. En þegar við fórum í gegnum öryggishliðið og ég búin að setja allan vökva samviskusamlega í poka eins og það átti að gera. Þá var ég stoppuð og linsuvökvinn minn tekinn af mér þar sem hann var 120 ml en ekki 100 ml. Vá hvað ég var fúl, samt mest pirruð út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki athugað þetta. En þetta er selt sem ferðakitt og ég gaf mér það að þetta væri nú svo lítið, en greinilega ekki nógu lítið.

Jæja, flugferðin gekk vel fyrir utan einn útlending sem stóð tvisvar sinnum upp úr sætinu sínu í lendingu, einu sinni til þess að kíkja út um gluggan og svo ætlaði hann á klósetti. (Þetta var þegar flugfreyjunar eru búnar að spenna beltin).
Lestarferðin gekk svo vel. Kolla tók á móti okkur á lestarstöðinni og fylgdi okkur heim til sín.
Svo einkenndust dagarnir á því að við fórum í búðir, bæði í Lund og svo líka í Malmö (og alltaf ætla ég ekki að versla neitt og alltaf klikkar það!!!) og um kvöldið var eldað, spilað og borða nammi. Mjög kósí ferð.

Svo var heimferðin óskemmtilegri en þegar við fórum út. Komumst ekki með í vélina klukkan átta, eða jú Hildur komast og ekki víst að við hin kæmumst með seinni vélinni, en sem betur fer slappa það og ég rosalega ánægð. Svo þegar við lendum heyri ég í Hildi til þess að athuga hvort að við færum ekki samferð henni í bæinn og þá segir hún mér það að töskurnar komu ekki með henni og við yrðum að athuga með þær núna. OK allt í lagi með það. En þegar við erum að bíða eftir því að komast út úr vélinni þá kallar flugfreyjan í hátalarana að raninn sem við áttum að fara að væri bilaður og því þyrftum við að setjast aftur í sætin okkar og bíða þar til hægt væri að íta okkur á annan rana. Það hafðist að lokum og við komumst út. Biðum eftir töskunum okkar og viti menn, þær komu allar nema mín!!! Mikið var ég ánægð. En hún kom samt bara daginn eftir mér til mikillar ánægju.

En Kolla, Bjarki og Klara Rut, takk kærlega fyrir mig. Það styttist svo í það að við hittumst um jólin.

Svo um helgina, bakaði ég piparkökur með stelpunum úr vinnunni, þæfði, fór í afmæli og hjálpaði mömmu að baka. Þannig að það var mikið að gera um helgina.

En þangað til næst......

Berglind seinheppna

2 Comments:

At 3:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og velkomin heim þó þú sért löngu komin. Gott að þetta tókst allt vel að lokum :) mjög strangar reglur á þessum flugvöllum.

Kveðja Svava J.

 
At 7:47 e.h., Blogger Berglind said...

Já takk fyrir það, já það eru orðnar frekar hertar reglur í dag en maður verður bara að líta jákvætt á þær.
En er það ekki þannig að það er allt gott sem endar vel.

 

Skrifa ummæli

<< Home