Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Óþolandi

Pirringur minn er á hæðasta stigi núna. Kom heim eftir bootcamp og tók þá eftir því að í einu herberginu er búið að leka rosalega mikið. Búið að vera galli sem ég hélt að það væri búið að laga en greinilega ekki. Búnar að myndast fleiri vatnsbólur og leka meira niður á gólf. Arrrg ég er svo fúl, svo ákvað ég að kíkja inní stofu því að þar eru líka búnar að vera skemmdir sem á ennþá eftir að laga en það virtist ekki vera neitt meira þar. En þá var mér litið að öðrum glugga sem hafði alltaf verið í lagi. Og viti menn þar var komin þessi fína vatnsbóla. Þannig að núna er ég búin að líma handklæði við vegginn og setja á gólfið svo að parketið eyðileggist ekki meira. Versta er að ég er svo stressuð um það að þetta geri eitthvað slæmt fyrir rafmagnið, þar sem á 2 stöðum lekur vatnið beint niður í rafmangsdós (eða hvað þetta nú heitir). Já gaman að kaupa sér nýja íbúð!!!

Annars er ég ekki að komast yfir þetta hvað fólk er alltaf að dreyma mig ólétta. Ég er farin að hafa áhyggjur af þessu. Getur það þýtt að ég muni bara aldrei eignast börn??? Líst ekkert alltof vel á það. Maður hafði nú alltaf hugsað sér að eignast börn í framtíðinni þó svo að sumum finnist ég ekkert alltof móðurleg. Tja maður spyr sig!!

Seinna,
Berglind pirraða.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Litla systir 21 árs

Hrund litla systir er 21 árs í dag. Orðin ekkert smá gömul. En til lukku með daginn Hrund mín.

Set inn mynd í tilefni dagsins. Hún var tekin í gær þegar Hrund var að undirbúa smá kaffi fyrir fjölskylduna.


Hrund kann þetta enda útskrifuð úr Hússtjórnarskólanum.


sunnudagur, nóvember 09, 2008

Fjölgun

Ég var sko aldeilis heppin á föstudaginn. Tveir litlir vinir fæddust. Flottur dagur 7. nóvember, 7. hefur alltaf verið happa tala hjá mér allavega.
Berglind Bára og Atli eignuðust strák um nóttina og svo átti Auður lítinn strák um daginn.
Innilega til hamingju með strákana ykkar öll sömul. Hlakka ekkert smá til að kíkja á þá.

Annars var ég bara að passa Karólínu Rós í gærkvöld með hjálp Hrundar og Heiðu Bjargar. Foreldrarnir fóru á árshátíð. Það gekk bara svona glimmrandi vel. Nema þegar sú stutta átti að fara að sofa þá var hún ekkert á því. Lá bara í vöggunni sinni glaðvakandi. Og ég var alltaf að kíkja á hana þar sem ég vorkenndi henni svo að vera ein inní herbergi. Kannssi þess vegna var hún ekkert að sofna strax þar sem ég var alltaf að kíkja inní herbergi!!

Jæja, ætli ég verði ekki að halda áfram að taka til, eitt af mínu uppáhald :S