Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Fjölgun

Ég var sko aldeilis heppin á föstudaginn. Tveir litlir vinir fæddust. Flottur dagur 7. nóvember, 7. hefur alltaf verið happa tala hjá mér allavega.
Berglind Bára og Atli eignuðust strák um nóttina og svo átti Auður lítinn strák um daginn.
Innilega til hamingju með strákana ykkar öll sömul. Hlakka ekkert smá til að kíkja á þá.

Annars var ég bara að passa Karólínu Rós í gærkvöld með hjálp Hrundar og Heiðu Bjargar. Foreldrarnir fóru á árshátíð. Það gekk bara svona glimmrandi vel. Nema þegar sú stutta átti að fara að sofa þá var hún ekkert á því. Lá bara í vöggunni sinni glaðvakandi. Og ég var alltaf að kíkja á hana þar sem ég vorkenndi henni svo að vera ein inní herbergi. Kannssi þess vegna var hún ekkert að sofna strax þar sem ég var alltaf að kíkja inní herbergi!!

Jæja, ætli ég verði ekki að halda áfram að taka til, eitt af mínu uppáhald :S

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home