Jæja þá er hún komin í heiminn, lítil stúlka, 4150 gr. og 52,5 cm, kom í heiminn 16. september. Ekkert smá sæt, enda svo sem ekki við öðru að búast. Ótrúlegt hvað ég hef einhvernveginn alltaf rangt fyrir mér í svona málum, hélt að það myndi fæðast strákur en svo varð ekki. Þannig að staða er 7-1. Greinilega girls-power í þessari fjölskyldu. Pabbi bara ekkert smá heppinn að eiga svona margar stelpur.
Læt nokkrar myndir fylgja með, á því miður enga mynd af fjölskyldunni saman.
Stolta STÓRA systir og litla snúlla.
Gott að kúra hjá stóru systur.
These boots were maid for walking......... Komin í skóna frá mér, engin smá pæja hér á ferð.
Sú litla tilbúin að kíla mig.
En Sigurveig, Óli og Heiða Björg innilega til hamingju með fallegur stelpuna ykkar. Hlakka til að hitta hana aftur fljótlega.
Svo á Hildur Páls vinkona afmæli í dag, orðin ekki nema 28 ára. Innilega til hamingju með daginn Hildur mín. Séð þig svo hressa á laugardaginn í sveitinni.
Hildur á afmælinu sínu í fyrra, en þá var einmitt hattaþema.Það er eitt lag í gríðalega miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og ég næ því ekki af heilanum á mér. Það er lag sem er í spilun með Hjaltalín (Takk Beta ekki í fyrsta skiptið sem ég segi þetta vitlaust) og heitir að ég held, Þú komst við hjartað í mér. Finnst það bara svo hrikalega flott. Hef heyrt að Páll Óskar söng það fyrst og mig langar rosalega að heyra það með honum en finn það ekki á netinu.
Jæja stolta móðursystirin kveðjur að sinni.