Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, september 30, 2008

Jáhá

Ég get ekki sagt að það sé gaman að vera bankastarfsmaður í dag. Vildi frekar (eins og Hilla pilla) vera bara Færeyingur og væri að plana að fara í verslunarferð til Íslands, já það er víst nýjasta nýtt. Hélt einhvern veginn að þetta myndi aldrei gerast að fólk út í heimi myndi plana verslunarferð til Íslands. Svo er víst orðið ódýrara fyrir flesta útlendinga að kaupa bjór hérna en í sínu heimalandi. Já já það er bara allt að gerast.

Jæja ég er undir svo mikilli pressu að setja inn myndir af vinnudeginum seinasta föstudag að ég verð að drífa í því, fer allavega fyrst inná Facebook og svo þegar ég verð dugleg kemur það hér inn.

Þangað til næst.
Berglind

fimmtudagur, september 18, 2008

Stúlka Ólafs - Sigurveigardóttir

Jæja þá er hún komin í heiminn, lítil stúlka, 4150 gr. og 52,5 cm, kom í heiminn 16. september. Ekkert smá sæt, enda svo sem ekki við öðru að búast. Ótrúlegt hvað ég hef einhvernveginn alltaf rangt fyrir mér í svona málum, hélt að það myndi fæðast strákur en svo varð ekki. Þannig að staða er 7-1. Greinilega girls-power í þessari fjölskyldu. Pabbi bara ekkert smá heppinn að eiga svona margar stelpur.
Læt nokkrar myndir fylgja með, á því miður enga mynd af fjölskyldunni saman.

Stolta STÓRA systir og litla snúlla.
Gott að kúra hjá stóru systur.

These boots were maid for walking......... Komin í skóna frá mér, engin smá pæja hér á ferð.

Sú litla tilbúin að kíla mig.


En Sigurveig, Óli og Heiða Björg innilega til hamingju með fallegur stelpuna ykkar. Hlakka til að hitta hana aftur fljótlega.

Svo á Hildur Páls vinkona afmæli í dag, orðin ekki nema 28 ára. Innilega til hamingju með daginn Hildur mín. Séð þig svo hressa á laugardaginn í sveitinni.
Hildur á afmælinu sínu í fyrra, en þá var einmitt hattaþema.

Það er eitt lag í gríðalega miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og ég næ því ekki af heilanum á mér. Það er lag sem er í spilun með Hjaltalín (Takk Beta ekki í fyrsta skiptið sem ég segi þetta vitlaust) og heitir að ég held, Þú komst við hjartað í mér. Finnst það bara svo hrikalega flott. Hef heyrt að Páll Óskar söng það fyrst og mig langar rosalega að heyra það með honum en finn það ekki á netinu.

Jæja stolta móðursystirin kveðjur að sinni.

mánudagur, september 15, 2008

Mjög eðlilegt

Var að lesa þessa grein á mbl.is

Þrettán létust í vináttuleik í knattspyrnu.

Þrettán létust og 35 slösuðust eftir að átök brutust út á knattspyrnuleikvangi í Kongó. Samkvæmt útvarpsstöðinni Okapi brutust óeirðirnar út eftir að leikmaður var grunaður um að beita göldrum í leiknum sem fram fór í Butembo í gær. Um vináttuleik var að ræða. Flestir hinna látnu eru á aldrinum 11-16 ára.

Þetta er náttúrulega mjög eðlilegt, grunaður um að hafa beitt göldrum. Hvað galdraði hann boltann í netið eða? Og aldurinn á þessu liði. Jís, fegin að búa ekki þarna.

Annars er ég bara að jafna mig eftir Girls - bonding í vinnunni á föstudaginn. Fyrst var tiltektardagur, sem mín hæð nota bene vann og svo var það Girls - bonding. Fórum á veitingarstaðinn Orange og ég er ennþá að gera það upp við mig hvort að mig hafi líkað matinn eða þjónustuna þar. Allavega var þetta mjög spes upplifun verð ég að segja.

Stelpurnar í deildinni minni.

Svo bíður maður spenntur á morgun þar sem Sigurveig systir verður sett af stað orðin mjög spennt að hitta litla krílið en ég er alveg viss um að þetta sé strákur. Það er víst kominn tími á strák í mína fjölskyldu.

Jæja hef það ekki lengra í bili.

þriðjudagur, september 09, 2008

Fylgir tískunni

Já þar sem allir eru að yearbook them self þá varð ég náttúrulega líka að prófa þetta. Búin að liggja hérna í kasti yfir þessu. Ekkert smá gaman að sjá hvernig maður hefði sennilega verið hefði maður verið uppi á þessum tíma sem myndirnar eru miðaðar við. Ég vistaði nokkrar, segið mér hvaða tísku ég á að fylgja og vonandi fáið þið ekki ógeð af mér. Frekar margar myndir af mér. En hérna koma þær.

Þetta var lúkkið 1950

Lúkkið 1960


19761978

1984

1994

Og svo 2000, ég minnist nú þess ekki að hafa haft svona hárgreiðslu þá. Kannski er það bara ljósa hárið sem er ekki að gera sig.

Jæja hvaða hárgreiðsla er að gera sig???

fimmtudagur, september 04, 2008

Smá svekkt

Var að koma úr rosalega erfiðum bootcamp tíma og í þessum tíma var varð ég frekar pirruð þar sem ég gat ekki neitt eða fannst það því þetta var svo erfitt og ég sá eiginlega eftir því að hafa skráð mig á annað námskeið.

Svo var það svekkelsið, fór í mælingu og ég hafði á 3 vikum lést um 400 gr. Hvað er það!! Ég veit að ég er svo sem ekkert búin að vera dugleg að borða rétt en ég er samt búin að minnka nammi átið (ég ungfrú Siggi sæti) og minnka gosið. Ég var búin að setja mér markmið, 2 kg á mánuði og þannig að ég verði búin að missa 8 kg fyrir áramót. Ég hef víst ennþá þennan mánuð þar sem ég setti mér þetta markmið um miðja ágúst en ég var að vona að ég hefði smá forskot. Það klikkaði eitthvað. Er farin að hallast að því að sumum er bara ætlað að vera feitir!!

En út í annað. Berglind Bára þetta er bara fyrir þig. Tók mynd af nýja fína sjónvarpsskeinknum mínum, búin að setja sjónvarpið á hann en það á eftir að fiffa gat til þess að setja digitaldótið og dvd spilarann inní skápinn. Sá reyndar að ég þarf að eiginlega núna að kaupa mér nýtt sófaborð þar sem ég ligg alltaf þegar ég horfi á imbann og það er rétt svo að ég sjái á sjónvarpið fyrir borðinu því að þessi skeinkur er svo lágr. Eða þá að maður kaupi sér bara flatskjá og hengi hann á vegginn.

En vola!!!!

Fíni skeinkurinn

Svo ein án flass svo að ljósið myndi sjást.

Berglind svekkta kveður að sinni.