Heiða Björg 10 ára!!
Tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Litla frænka 10 ára í dag. Finnst sko ekki það langt síðan að hún fæddist, ekki það langt síðan að ég var í æfingarakstri á leiðinni niður á spítala í von um að lítil frænka/frændi væri komin í heiminn. En svo er víst rauninn.
Elsku besta Heiða Björg mín innilega til hamingju með afmælið.
Heiða Björg í afmælisveislunni sinni í gær.
Annars er myndavélin fundin, hún var á Nasa. Segi bara sem betur fer er hún að verða antík og því fáir sem hefðu viljað stela henni. Ég var löngu búin að gefast upp á því að reyna að ná í Nasa, svöruðu aldrei í símann. En það er fínt að eiga þrjóska systur sem sendi bara mail og reddaði málunum. Mér fannst verst að vita af því að einhver væri með myndavélina mína og með fullt af myndum af mér og mínum. En sem betur fer get ég farið að taka myndir aftur.
Búin að éta yfir mig þessa helgi, pizza partý á föstudaginn, afmæli á laugó og svo afgangar í dag. Held að ég þurfi að bæta einum ef ekki tveim dögum í ræktarplanið í næstu viku. Úff, og verst að herþjálfun er hætt, verð bara að vera hörð við sjálfa mig. En ekkert smá leiðinlegt að vera einn að lyfta, ég fer alveg í þennan pakka: úff vá hvað þetta er þungt, best að létta aðeins, æi þetta tæki er leiðinlegt, fer í eitthvað annað.
Hef þetta ekki lengra í bili.
3 Comments:
Hæ og til hamingju með frænku þína :)
Var að hugsa til ykkar systra, er búin að dreyma ykkur tvær nætur í röð.
Kannski er verið að segja mér að það sé kominn tími á smá hitting, hver veit. Höfum það allavega á bak við eyrað.
Er einmitt í þessum pakka í ræktinni núna :) frekar löt hehe.
Bið að heilsa, kveðja Svava Júlía.
Takk fyrir kveðjuna Svava og gaman að heyra í þér.
Ég vona að þetta hafi verið skemmtilegir draumar, enginn að deyja eða neitt svoleiðis!!
En já það er ekki spurning við verðum að fara að hittast, það er líka kominn tími á að þú kíkir á íbúðirnar okkar. Og svo þurfum við seinna að kíkja á húsið þitt. Ertu ekki að byggja?
Þetta voru bara fyndnir draumar og ekkert slæmt að gerast.
Já það væri gaman að sjá íbúðirnar, ég sá reyndar myndir frá Hildar íbúð á Facebook, ekkert smá flott :)
Jú ég er að byggja og það er engin spurning um að þið verðið að koma í heimsókn þegar allt er tilbúið :)
En ég læt í mér heyra eftir páska um hitting.
Hafið það annars gott um páskana.
Kveðja Svava Júlía.
Skrifa ummæli
<< Home