Sálartónleikar/Ball
Loksins fór ég á langþráða sálarball sem var haldið í Largardalshöllinni á föstudaginn, skemmti mér mjög vel en þegar þeir hættu að spila þá fannst mér þeir hafa spilað svo í stuttan tíma en þegar ég leit svo á klukkuna þá voru liðnir 2 og hálfur tími, þannig að þeir spiluð í dágóða stund. Kíktum svo á Nasa eftir en þar var einhverskonar sálardiskó. Fínt þar en ég entist ekki lengi.
Svo er maður búin að éta sig fulla í veislu sem var haldin fyrir Hreiðar frænda þar sem hann er að verða 30 ára. Og merkilegt nokk, ég tuðaði um það í seinustu færslu að ég hafi étið svo mikið seinustu helgi að ég yrði að fara oftar í ræktina. Það endaði auðvtiað þannig að ég fór sjaldnar en ég er búin að fara í um hálft ár, þannig að það er best að ég þegi núna.
Fór í Sáralindina áðan og þar var næstum búið að líða yfir mig, veit ekki afhverju en ég er aftur orðin þannig núna. Þannig að ég er ekkert ofur hress núna.
Leiðin liggur svo vonandi norður og niður aka á Egilsstaði á miðvikudaginn með viðkomu á Húsavík til að heilsa uppá ömmu.
Haf þetta ekki lengra í bili, heilsa ekki alveg nógu góð.
Berglind