Þegar ég var að fara að sofa á miðvikudagskvöldið, og lá upp í rúmmi, þá allt í einu heyrði ég mikil læti frammi og hélt að einhver væri inní íbúðinni minni. En svo fór ég að kanna þetta þá voru þetta bara nýjustu nágrannar mínir að flytja inn á hæðina fyrir neðan mig. Já ákváðu að flytja inn klukkan 12 að miðnætti á miðvikudagskvöldi. Fór ekkert smá í taugarnar á mér því að þau voru ekkert að fara hljóðlega. Sem sagt þessir grannar eru ekki í uppáhaldi hjá mér.
Annars lítið að frétta nema við Hildur fórum út í geðveika veðrið áðan til þess að fá okkur McDonalds (maður verður að fá sér svoleiðis mat þegar það er svona vont veður) og við erum bara heppnar að hafa fengið matin okkar yfir höfuð það var svo mikið rok. Svo þegar við erum ný sestar niður og ánægaðar með matinn þá segir í fréttum (tekið af mbl.is):
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til allra að vera ekki á ferli nema brýna nauðsyn beri til.,,,,,,,,Í tilkynningu frá Samhæfingarstöðinni er fólk beðið að draga fyrir glugga sem eru áveðurs og dvelja ekki í herbergjum þar sem gluggar eru áveðurs. Ég og Hildur dóum næstum því úr hlátri borðandi hamborgarann okkar, jú þetta var
brýn nauðsyn. Svo sitjum við hérna og bíðum eftir því að blessaður glugginn í stofunni brotni, frekar stór gluggi hjá mér, engar gardínur og hann er bara á flegi ferð. En við verðum bara að sitja frekar nálægt honum því að þar er jú sjónvarpið. Hvað annað á maður að gera þegar það er svona vont veður!!
Svo verður maður bara að sjá til hvernig veðrið verður á morgun hvort að maður fari eitthvað á tjúttið, það er nefninlega vinnufundur í vinnunni á morgun og svo einhver gleði um kvöldið.
Læt þetta duga í bili,
Berglind, sem er alveg viss um að rafmagnið sé að líka að fara þar sem ljósin eru farin að blikka ofan á allt hitt.