Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Mamma afmælisbarn

Mamma á afmæli í dag. Leiðinlegt að geta ekki verið hjá henni á afmælisdaginn hennar. En hún fékk bara fyrirframafmælisgjöf um daginn. Til lukku með afmælið mamma mín. Kossar og knús
Annars er það í fréttum að ég náði að týna myndavélinni minni og er hennar sárt saknað. Þannig að ef einhver hefur fundið hana þá eru myndir síðan í gær af henni frá frábæru dömukvöldi.
Sem sagt lýsi eftir myndavél, týndi henni sennilega á Nasa eða í leigubílnum.

Kveðja,
Berglind, sem saknar myndavélarinnar sinnar.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Sakna Robba

Þegar ég og mamma fórum til Minneapolis þá var ég búin að panta á netinu iRobot ryksugu fyrir mömmu sem við komum svo með heim. Mamma tók ekki "Robba" (fékk það frumlega nafn) með sér austur og fékk hann því að vera hjá mér í mánuð eða svo. En núna er mamma búin að fara með hann austur og hans er sárt saknað. Ég hef aldrei verið mjög dugleg að þrífa heima hjá mér og núna þar sem ég bý ein og þarf að hugsa um íbúðina og moppa og svona þá væri mjög gott að hafa eitt stykki Robba. Þegar Robbi var hjá mér þá þurfti ég ekki að huga að því moppa, kveikti bara á honum og hann fékk að leika sér á golfinu. Ég verð að eignast annan Robba. Merkilegt þegar maður flytur svona í sína eigin íbúð hvað hlutirnir á óskalistanum breytast, eins og ég þurfti allt í einu að eignast Kitchenaid vél, ég manneskjan sem bakar aldrei!!!

Beta og Óðinn eignuðust strák á þriðjudaginn og hann er eins og búast mátti við alveg gullfallegur. Innilega til hamingju Beta og Óðinn.

Annars var vel tekið á því á djamminu seinustu helgi og dagurinn eftir var ekki góður og því mun áfengi ekki fara inn fyrir mínar varir í einhvern tíma. Samt spælandi því að vinahópurinn úr MS er að fara að hittast á laugó og ætlar á tjúttið. Ég verð bara í í brjáluðu stuði og bílandi, það er lang best.

Set þessa fínu mynd sem Íris vinkona fiffað og sendi mér af mér og Hönnu hér fyrir neðan til að lífga aðeins uppá bloggið.


Góða helgi.

föstudagur, febrúar 08, 2008

Ekki vinsælir hjá mér

Þegar ég var að fara að sofa á miðvikudagskvöldið, og lá upp í rúmmi, þá allt í einu heyrði ég mikil læti frammi og hélt að einhver væri inní íbúðinni minni. En svo fór ég að kanna þetta þá voru þetta bara nýjustu nágrannar mínir að flytja inn á hæðina fyrir neðan mig. Já ákváðu að flytja inn klukkan 12 að miðnætti á miðvikudagskvöldi. Fór ekkert smá í taugarnar á mér því að þau voru ekkert að fara hljóðlega. Sem sagt þessir grannar eru ekki í uppáhaldi hjá mér.

Annars lítið að frétta nema við Hildur fórum út í geðveika veðrið áðan til þess að fá okkur McDonalds (maður verður að fá sér svoleiðis mat þegar það er svona vont veður) og við erum bara heppnar að hafa fengið matin okkar yfir höfuð það var svo mikið rok. Svo þegar við erum ný sestar niður og ánægaðar með matinn þá segir í fréttum (tekið af mbl.is):

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til allra að vera ekki á ferli nema brýna nauðsyn beri til.,,,,,,,,Í tilkynningu frá Samhæfingarstöðinni er fólk beðið að draga fyrir glugga sem eru áveðurs og dvelja ekki í herbergjum þar sem gluggar eru áveðurs.

Ég og Hildur dóum næstum því úr hlátri borðandi hamborgarann okkar, jú þetta var brýn nauðsyn. Svo sitjum við hérna og bíðum eftir því að blessaður glugginn í stofunni brotni, frekar stór gluggi hjá mér, engar gardínur og hann er bara á flegi ferð. En við verðum bara að sitja frekar nálægt honum því að þar er jú sjónvarpið. Hvað annað á maður að gera þegar það er svona vont veður!!

Svo verður maður bara að sjá til hvernig veðrið verður á morgun hvort að maður fari eitthvað á tjúttið, það er nefninlega vinnufundur í vinnunni á morgun og svo einhver gleði um kvöldið.

Læt þetta duga í bili,

Berglind, sem er alveg viss um að rafmagnið sé að líka að fara þar sem ljósin eru farin að blikka ofan á allt hitt.