Sakna Robba
Þegar ég og mamma fórum til Minneapolis þá var ég búin að panta á netinu iRobot ryksugu fyrir mömmu sem við komum svo með heim. Mamma tók ekki "Robba" (fékk það frumlega nafn) með sér austur og fékk hann því að vera hjá mér í mánuð eða svo. En núna er mamma búin að fara með hann austur og hans er sárt saknað. Ég hef aldrei verið mjög dugleg að þrífa heima hjá mér og núna þar sem ég bý ein og þarf að hugsa um íbúðina og moppa og svona þá væri mjög gott að hafa eitt stykki Robba. Þegar Robbi var hjá mér þá þurfti ég ekki að huga að því moppa, kveikti bara á honum og hann fékk að leika sér á golfinu. Ég verð að eignast annan Robba. Merkilegt þegar maður flytur svona í sína eigin íbúð hvað hlutirnir á óskalistanum breytast, eins og ég þurfti allt í einu að eignast Kitchenaid vél, ég manneskjan sem bakar aldrei!!!
Beta og Óðinn eignuðust strák á þriðjudaginn og hann er eins og búast mátti við alveg gullfallegur. Innilega til hamingju Beta og Óðinn.
Annars var vel tekið á því á djamminu seinustu helgi og dagurinn eftir var ekki góður og því mun áfengi ekki fara inn fyrir mínar varir í einhvern tíma. Samt spælandi því að vinahópurinn úr MS er að fara að hittast á laugó og ætlar á tjúttið. Ég verð bara í í brjáluðu stuði og bílandi, það er lang best.
Set þessa fínu mynd sem Íris vinkona fiffað og sendi mér af mér og Hönnu hér fyrir neðan til að lífga aðeins uppá bloggið.
Góða helgi.
4 Comments:
Já ég skil að þú saknir Robba, ég gæti ekki án Rambós verið. Hann er svo farinn að tala um að langa í bróður. Kannski fáum við Skúla (Scooba) á heimilið einhvern tímann?
Á annars ekkert að verða sér út um annan Robba?
Berglind
Takk fyrir síðast. Súpan var MJÖG GÓÐ og ísinn með namminu í MMMMMMMMMMMMMMMMMMM hrikalega gott.
Kv.Hafdís frænka.
Flott mynd af ykkur!
Hlakka til að sjá þig á morgun :)kv Herdis
Berglind:Jú ég held að ég verði að verða mér úti um Robba 2, planið var að skella sér út til USA og ná í bróðurinn en þar sem gengið er ekkert svo gott þá er kannski bara spurning um að fá bróðurinn hérna heima ;) Mig langar líka í Skúla, veit ekki alveg hvað ég myndi nú kalla minn samt.
Hafdís: Takk sömuleiðis, fjúkket að hún var góð, er enginn snilli í eldhúsinu en gott að hún heppnaðist. Svo klikkar ís og nammi sjaldnast.
Herdís: Takk fyrir það, kannski ekki besta "uppstillingin" en Íris er búin að gera hana flotta. Hlakka líka til að sjá þig á morgun, það verður vonandi rosa fjör hjá okkur.
Skrifa ummæli
<< Home