Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, maí 21, 2007

Komin tími á smá blogg

Ég ákvað að vera rosalega dugleg í morgun og mæta í ræktina fyrir vinnu. Ég reyndi þetta einu sinni en gafst fljótlega upp þar sem ég átti erfitt með að vakna og fara út í ískaldann bíl og þurfa að skafa. En þar sem það er orðið ágætis veður ákvað ég að mæta með Helgu í ræktina í morgun. Og hverjar eru líkurnar, ég vaknaði og þurfti að fara út og skafa af bílnum!! Held að ég haldi mig bara við það að fara seinni partinn í ræktina. Ekki eðlilegt að það snjói 21. maí.

Annars er ég búin að hafa nóg að gera, sérstaklega um helgar sem er bara fínt. Fór meðal annars á tónleikana með Josh Groban. Er ekki mikill aðdáandi en þar sem ég fékk gefins miða þá ákvað ég að skella mér og ég sé ekki eftir því, held ég sé bara orðinn smá fan núna.

Svo er ég byrjuð aftur í magadansinum, ætlaði reyndar að hætta eftir fyrsta tímann þar sem mér fannst ég ekki geta neitt hjá þessum kennara en ákvað að reyna aðeins áfram. Reyndar er ekki mikil kennsla í gangi núna þar sem það er sýning á föstudaginn og hópurinn minn er að fara að sýna og eru þær bara að undirbúa hana og ég og Hildur erum sem sagt ekki að fara að sýna með þeim. Hugsa að ég hefði þurft að standa mig aðeins betur í átakinu ef ég hefði ætlað að sýna. Ekki mikið fyrir það að hrista mallann fyrir framan fullt af fólki. En annars ætla ég bara að horfa á sýninguna.

Jæja ég kveð að sinni,

Berglind pínu Josh Groban fan

P.s. Er loksins búin að setja inn myndirnar frá Kúbu inná myndasíðuna mína ef fólk hefur ekkert að gera. Frekar margar myndir og það tók ekkert smá langan tíma að setja þær inn.

2 Comments:

At 11:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Dugnaður í þér, ræktin magadans og alles!!! ohh mig vantar *SPARK* í rassinn, kem mér ekki af stað í ræktina. En ég reyni að fara samt út á línó...en það bara haggast ekki kílóin -allavega ekki niður á leið!!! Jæja núna er Helga bara á leiðinni....vííí hlakka til að hitta hana :)
Verðum í bandi!
Herdís

 
At 2:09 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ sæta, ég er nú ekkert dugleg, það kemur bara tímabil en mér finnst samt rosalega gaman í magadansinum.
Öfunda ykkur ekkert smá að vera að fara að gera eitthvað skemmtó saman um helgina. Bið að heilsa Helgu og skemmtið þið ykkur úber vel.

 

Skrifa ummæli

<< Home