Gleðileg jól
Vildi bara óska vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegra jóla.
Já það varð víst ekki úr ósk minni. Hulda komst ekki áfram :( En þrátt fyrir það þá fannst mér hún lang flottust. Það var voða fjör á Loftleiðum og héldum við nokkur áfram að skemmta okkur fram eftir nóttu. Kíktum á Oliver þar sem það var ógeðslega heitt á dansgólfinu og þegar við Herdís höfðum farið og fengið okkur kalt vatn og fórum svo aftur á dansgólfið þá voru sko sirka 12 vindstig og skítakuldi þar. Var ekki alveg að fatta þetta, annað hvort er ég á breytingarskeiðinu eða að loftræstikerfið hjá þeim er alveg í rugli og auðvitað held ég mig við seinni hugmyndina ;)
Jæja, loksins, loksins þá er okkar stelpa hérna í vinnunni að fara að syngja í kvöld. Við erum öll orðin mjög spennt að sjá hana og heyra hana syngja. Við verðum sem sagt með Idol partí hérna í vinnunni, það verður svaka mikið stuð og maður vonar bara að sem flestir mæta.
Jamm langt síðan síðast. En jólin nálgast ekkert smá hratt, og ég er ekki ennþá búin að finna jólagjafir handa öllum þeim sem ég gef en það kemur vonandi, er reyndar búin að vera frekar róleg yfir þessu öllu saman, kannski of róleg.