Asnalegt!!
Já það varð víst ekki úr ósk minni. Hulda komst ekki áfram :( En þrátt fyrir það þá fannst mér hún lang flottust. Það var voða fjör á Loftleiðum og héldum við nokkur áfram að skemmta okkur fram eftir nóttu. Kíktum á Oliver þar sem það var ógeðslega heitt á dansgólfinu og þegar við Herdís höfðum farið og fengið okkur kalt vatn og fórum svo aftur á dansgólfið þá voru sko sirka 12 vindstig og skítakuldi þar. Var ekki alveg að fatta þetta, annað hvort er ég á breytingarskeiðinu eða að loftræstikerfið hjá þeim er alveg í rugli og auðvitað held ég mig við seinni hugmyndina ;)
Svo var ég bara að jólastússast í gær, keypti að vísu enga jólagjöf en fór í Kringluna og á kaffihús og svo bara heim að pakka inn jólagjöfum. Fórum svo á jólamynd okkar systra í ára, The family Stone.
Jæja best að fara að jólastússast meira :)
1 Comments:
Jú mér fannst hún fyndin en ég var samt ekki nógu ánægð með hana. Fannst sumt frekar glatað við hana.
Skrifa ummæli
<< Home