Ég var bara nokkuð ánægð með leikritið. Frekar spes leikrit en það er svo sem ágætis tilbreyting. Hefði kannski verið skemmtilegra fyrir mig ef að ég hefði vitað eitthvað smá um þetta áður en að ég fór á það en það skiptir svo sem ekki öllu. En tónlistin var ekkert smá góð, langar eiginlega í diskinn með þessum lögum. En þau voru flest sungin á ensku.
Í gær var svo kynning í vinnunni á nýja júníforminu sem var að koma, jebb ég er að fara í svoleiðis, og svo var verið að sýna okkur hvernig við gætum farðað okkur létt. Það var kynning á MAC vörunum og mér líst nokkuð vel á það merki.
Á morgun ætlum við svo nokkrar í vinnunni að hittast og borða saman því að Freyja er að flytja til Svíþjóðar og þetta verður svona kveðjuboð :)
Á fimmtudaginn er ég svo að fara á Vegamót að hitta Betu og Helenu. Gaman að hitta þær og fá smá slúður. En já undanfarnir dagar hafa verið mjög fínir hjá mér, mikið að gera og enn held ég áfram að borða, er alltaf úti að borða. En þessu fer að linna, ekki að það sé ekki mjög ljúft að fara út að borða, er sko ekki að mótmæla því :)
Enn úr einu í annað. Hvað er málið með The Amazing Race???? Skil ekki afhverju Rob og Amber fengu að vera með. Finnst það mjög svo asnalegt en þetta er greinilega pjúra markaðssetning því að það hafa örugglega mörg þúsund pör sótt um að fara í keppnina sem eiga þetta betur skilið en þau. Svo er líka svo mikið svindl því að það þekkja allir þau úr Survivor og þá fá þau forskot. Svo er hann Boston Rob líka svo ömurlegur og er svindlari!!!!!!!
Varð bara að koma þessu frá mér ;)
Svo var stöð 2 ekki að gera góða hluti með Emmy verðlaunin þar sem það kom víst fram hver myndi vinna ANTM. En sem betur fer missti ég rétt svo af því þegar það kom fram. Hrund systir kom gargandi fram og sagði mér að kveikja ekki á imbanum. En því miður sá hún hver vinnur, alveg glatað. Þeir sem vita hver vinnur, það er bannað að segja mér hver það er!!!!
Sjónvarpssjúklingurinn kveður að sinni.