Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, september 30, 2005

Kominn tími á smá blogg!!

Góða kvöldið gott fólk.
Svolítið síðan að ég bloggaði en það hefur ekki margt á daga mína drifið þessa dagana og því get ég lítið bloggað.
Ég er orðin svolítið spennt fyrir New York ferðinni en það er áætlað að fara á þriðjudaginn og ég get ekki beðið eftir því að sjá "Stóra Eplið" ;)

Við ætlum að vera úti í viku og hafa það næs, og hver veit nema að maður versli nú eina flík eða fleiri :) Ég ætla líka í Sex and the City tour ef hann er ennþá í gangi.


En læt þetta duga í bili.

Góða helgi.

þriðjudagur, september 20, 2005

Woyzeck

Ég var bara nokkuð ánægð með leikritið. Frekar spes leikrit en það er svo sem ágætis tilbreyting. Hefði kannski verið skemmtilegra fyrir mig ef að ég hefði vitað eitthvað smá um þetta áður en að ég fór á það en það skiptir svo sem ekki öllu. En tónlistin var ekkert smá góð, langar eiginlega í diskinn með þessum lögum. En þau voru flest sungin á ensku.

Í gær var svo kynning í vinnunni á nýja júníforminu sem var að koma, jebb ég er að fara í svoleiðis, og svo var verið að sýna okkur hvernig við gætum farðað okkur létt. Það var kynning á MAC vörunum og mér líst nokkuð vel á það merki.

Á morgun ætlum við svo nokkrar í vinnunni að hittast og borða saman því að Freyja er að flytja til Svíþjóðar og þetta verður svona kveðjuboð :)

Á fimmtudaginn er ég svo að fara á Vegamót að hitta Betu og Helenu. Gaman að hitta þær og fá smá slúður. En já undanfarnir dagar hafa verið mjög fínir hjá mér, mikið að gera og enn held ég áfram að borða, er alltaf úti að borða. En þessu fer að linna, ekki að það sé ekki mjög ljúft að fara út að borða, er sko ekki að mótmæla því :)

Enn úr einu í annað. Hvað er málið með The Amazing Race???? Skil ekki afhverju Rob og Amber fengu að vera með. Finnst það mjög svo asnalegt en þetta er greinilega pjúra markaðssetning því að það hafa örugglega mörg þúsund pör sótt um að fara í keppnina sem eiga þetta betur skilið en þau. Svo er líka svo mikið svindl því að það þekkja allir þau úr Survivor og þá fá þau forskot. Svo er hann Boston Rob líka svo ömurlegur og er svindlari!!!!!!!
Varð bara að koma þessu frá mér ;)

Svo var stöð 2 ekki að gera góða hluti með Emmy verðlaunin þar sem það kom víst fram hver myndi vinna ANTM. En sem betur fer missti ég rétt svo af því þegar það kom fram. Hrund systir kom gargandi fram og sagði mér að kveikja ekki á imbanum. En því miður sá hún hver vinnur, alveg glatað. Þeir sem vita hver vinnur, það er bannað að segja mér hver það er!!!!

Sjónvarpssjúklingurinn kveður að sinni.

sunnudagur, september 18, 2005

Róleg helgi

Já enn önnur rólega helgin liðin. Ég er búin að hafa það rosalega notarlegt um helgina. Fór til Berglinar Báru á föstudaginn og við fengum okkur ís, hofðum á imbann og kjöftuðum. Á laugardaginn eldaði Hildur systir svo dýryndis máltið (en ég sá um eftir réttinn) og svo fórum við og horfðum á videó með Kollu og bumbubúanum. Sem sagt mjög róleg helgi sem er frábært nema kannski það að ég borða alveg óþarflega mikið þegar ég hef það kósí. Skil það bara ekki :)

Ég er svo að fara í leikhús í kvöld á sýninguna Woyzeck. Hlakka bara nokkuð mikið til þó svo að ég viti bara minnst um þetta leikrit en það er svo langt síðan að ég fór í leikhús sem minnir mig á það, ég hef ekki klú í hvaða fötum ég á að fara í. Hausverkur!!!

Hildur Páls á afmæli í dag, 25 ára pæja. Til lukku með daginn Hildur :)

Best að fara að finna sér föt........

þriðjudagur, september 13, 2005

Næstum búin með lopa

Jamm haldið þið að það sé dugnaður í mér. Ég er eiginlega búin með lopapeysuna mína. Það eina sem er eftir að gera er að vinda úr henni og svo þarf ég að finna einhvern sem er afskaplega góður í því að setja rennilás. Og ég held svei mér þá að ég geti svo alveg látið sjá mig í henni á almannafæri. Hingað til hefur allt sem ég hef gert verið frekar misheppnað og endað bara í poka eða þá ég er bara í fötunum heima :) Svo er aldei að vita nema að ég hendi inn mynd af listaverkinu mínu :)

Annars er ekkert að gerast í mínu lífi. Það var að vísu frænku-hittingur á föstudaginn sem ég skipulagði og ég verð að segja að það hafi verið mjög góð mæting, það er að segja 100 % en frænku-hittingurinn að þessu sinni stóð reyndar af mér og systrum mínum og henni Hafdísi frænku :) Þannig að það var ekki svo fólkið mál að sjá til þess að allir kæmu. Annars hefði ég bara komið með sekt á mannskapinn ;)
Við fórum út að borða á mínum nýja uppáhalds veitingarstað, karúsó. Svo fórum við til Hafdísar og horfðum á video og þar sofnuðum við nokkrar. Næst skal þetta vera haldið á laugardegi því að það eru alltaf allir svo þreyttir á föstudögum, þar á meðal ég :)

En svo var helgin bara mjög róleg, ég er að verða frekar sorgleg, er heima á laugardagskvöldum að prjóna!!!!

sunnudagur, september 04, 2005

Billy Kennedy mættur á skjáinn aftur og landsleikurinn

Já mér finnst gaman að segja frá því að hann Billy er mættur aftur á skjáinn, að vísu ekki í Nágrönnum heldur í þætti sem var að byrja að sýna á Skjá einum. Lækna þáttur sem heitir House. Hlakka ég til að fylgjast með þessu stórleikara fara á kostum á ný ;)


Svo að landsleiknum. Skellti mér sem sagt á hann á laugardaginn og ég sé sko ekki eftir því. Mér hefur aldrei þóttt fótbolti neitt sérlega skemmtilegur en það álit hefur breyst núna. Ég hafði bara mjög gaman að þessum leik. Að vísu töpuðum við en við vinnum bara næst :)

Það fór reyndar eitt í taugarnar á mér á leiknum, þegar það voru c.a. 15 mínútur eftir af leiknum þá fór fólk að fara af leiknum. Ég þoli ekki svoleiðis. Þó að liðið þitt sé að tapa þá er algjör óþarfi að yfirgefa völlinn. Ef þú heldur með einhverju liði þá heldur þú með í því gegnum súrt og sætt, ekki bara þegar vel gengur. Það er einmitt þegar illa gengur að liðið þarf á stuðningi að halda!!!!!

Lélegasti golfarinn á landinu kveður að sinni..

fimmtudagur, september 01, 2005

Sumarfríið búið

Jamm þá er sumarfríið í skúringunum búið. Mætti í dag eftir að hafa verið í fríi frá þeim í 3 mánuði. Og þetta voru sko ljúfir 3 mánuðir en núna tekur alvaran við ;)

Annars er ég kannski að fara á minn fyrsta Landsleik í fótbolta á laugardaginn. Spurning hvort að það sé eitthvað gaman á fótboltaleik. En það kemur bara í ljós ef ég kemst á hann.

Skúringakjjjjellingin kveður að sinni.