Næstum búin með lopa
Jamm haldið þið að það sé dugnaður í mér. Ég er eiginlega búin með lopapeysuna mína. Það eina sem er eftir að gera er að vinda úr henni og svo þarf ég að finna einhvern sem er afskaplega góður í því að setja rennilás. Og ég held svei mér þá að ég geti svo alveg látið sjá mig í henni á almannafæri. Hingað til hefur allt sem ég hef gert verið frekar misheppnað og endað bara í poka eða þá ég er bara í fötunum heima :) Svo er aldei að vita nema að ég hendi inn mynd af listaverkinu mínu :)
Annars er ekkert að gerast í mínu lífi. Það var að vísu frænku-hittingur á föstudaginn sem ég skipulagði og ég verð að segja að það hafi verið mjög góð mæting, það er að segja 100 % en frænku-hittingurinn að þessu sinni stóð reyndar af mér og systrum mínum og henni Hafdísi frænku :) Þannig að það var ekki svo fólkið mál að sjá til þess að allir kæmu. Annars hefði ég bara komið með sekt á mannskapinn ;)
Við fórum út að borða á mínum nýja uppáhalds veitingarstað, karúsó. Svo fórum við til Hafdísar og horfðum á video og þar sofnuðum við nokkrar. Næst skal þetta vera haldið á laugardegi því að það eru alltaf allir svo þreyttir á föstudögum, þar á meðal ég :)
En svo var helgin bara mjög róleg, ég er að verða frekar sorgleg, er heima á laugardagskvöldum að prjóna!!!!
2 Comments:
Dugleg ertu! Langar þér ekki að prjóna eina í viðbót fyrir mig í leiðinni:) hehe Við verðum endilega að fara taka eitt stykki tjútt saman! kv. Herdís
Til er ég, sko með djammið. Veit ekki alveg hvort að ég myndi treysta mér til þess að prjóna á aðra, ekki víst með útkomuna ;)
Enn láttu í þér heyra ef þú vilt djamma, eða þá bara hittast.
Skrifa ummæli
<< Home