Ég er búin að vera mjög léleg að blogga núna upp á síðkastið. Það er bara allt að verða vitlaust í skólanum. Endalaust af verkefnum og svo erum við í einhverjum markstrat "leik", en hann gengur út á það að við eigum að reyna að koma vöru okkar á framfæri og ná til einhvers tiltekin hóp. Og ein ákvörðun er eitt ár. En þar sem bókin kom ekki til landsins fyrr en seint og síðar meir þá verður mikið hjá okkur að gera í þessum leik í þessum mánuði. Við verðum bara í 4 vikur í honum í staðinn fyrir 8 og við þurfum að taka 8 ákvarðanir, svo reiknið þið!!!!!
Þannig að seinustu dagar eru bara búnir að fara í það að pæla í þessum leik og þess á milli að gera verkefni í öðrum fögum.
En ég fór í afmæli á laugardaginn hjá Heiðu Björg litlu frænku sem er reyndar að verða 6 ára á morgun, skrýtið hvað hún eldist en ég ekki neitt ;) Og eftir það var bara farið upp í skóla að gera verkefni og svo bara farið heim að horfa á imbann því ég vildi ekki fara seint að sofa þar sem við vorum að fara í skírn og afmæli á Akranesi á sunnudaginn og fórum snemma.
Sem sagt litli frændi minn varð 2 ára og hann á reyndar líka afmæli á morgun og svo var verið að skíra bróður hans. Hann minnsti frændi fékk það nýja og sérstaka nafn (að mínu mati) Húgó Valtýr. Hann er voða sætur en hann á náttúrulega ekki langt að sækja það, Hahahahahahahahahahaha.
Já en svo þegar heim var komið ,aftur í stórborgina, þá var bara farið upp í skóla í verkefnavinnu og ég meira að segja missti af leiknum sem ég ætlaði á, ÍR - Stjarnan. En mínir menn unnu þannig að þetta er í lagi.
Jæja ég ætla að fara að glápa á imbann því að ég þarf svo mikið að læra og ég geri alltaf eitthvað annað en ég þarf að gera!!!!!!!!!!!!!!!