Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, mars 31, 2004

Ég gæti ekki verið stödd á skemmtilegri stað en ég er núna. Já ég er í skólanum. Eigum að skila verkefni á morgun og við erum að púsla verkefninu saman núna.
En ég er farin að hafa áhyggjur á því að áhuginn á því að fara í ræktina sé að minnka hjá henni systur minni og dregur hún mig með sér. Fórum ekki í dag því að hún nennti því ekki og þá bara nennti ég ekki heldur að fara. Leti í gangi.

Já ég er að fatta það núna að ég er að missa af Boston public, en það verður bara að hafa það. Skólinn hefur forgang fyrir sjónvarpinu :)

En verð að halda áfram að vinna í verkefninu.

sunnudagur, mars 28, 2004

Ef ég verð ekki komin með magasár fyrir 25 ára þá veit ég ekki hvað. Þessi önn er búin að vera frekar klikkuð, eða það er búið að vera mjög mikið að gera í skólanum. Þessi helgi fór í það að hugsa um eitt einstaklingsverkefni sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í og það eru víst flestir í sömu sporum og ég. Svo ekki nóg um það að vera að reyna að gera þetta verkefni sem á að skila á þriðjudaginn þá eigum við að skila öðru verkenfi á miðvikudaginn og sem betur fer var verkefni sem við áttum að skila á föstudaginn frestað þangað til á miðvikudaginn í næstu viku. En það er samt ekkert betra því að þá eigum við að skila öðru stóru verkefni á mánudeginum. Það er allt að verða vitlaust, crazyyyyyyy!!!!Þannig að ég sé fram á eins skemmtilega helgi næstu helgi, gerist ekki betra.
Mesta afrek mitt þessa helgina var að fara í Kringluna í dag að kaupa mér skó, það var svona smá upplifting og ég sá ekkert smá mikið af flottum fötum í Smáralind og Kringlunni og ég er búin að fatta uppá einni flottri búð í Smáralindinni og er hún því núna þriðja uppáhaldsbúiðin mín. Hún heitir VILA, mjög flott föt þar inni.
En svo fór ég bara að sofa um klukkan 12 í gær mjög sátt með það, nýbúin að keyra Hildi og Ragnheiði í partý og ég fór bara heim og "ætlaði að fara að læra" en sofnaði bara.

En það verður ekki meira í bili.

föstudagur, mars 19, 2004

Herdís gella átti afmæli í gær og varð hvorki meira né minna en 23 ára. Til hamingju með daginn í gær Herdís mín. Fór til hennar í kökur í gær, umm mjög góðar. Takk fyrir mig.

Svo er vísindaferð á dagskrá í kvöld og bjórkvöld. En ég held bara að ég fari ekki. Ég er alveg svakalega mikill félagsskýtur.
Hugsa að ég hafi það bara rólegt og fari á eitt stykki handboltaleik í staðinn. Ég nenni bara ekki að eiga það eftir að fara að skúra.
En góða helgi.

mánudagur, mars 15, 2004

Jæja það er ótrúlegt hvað ég er auðtrúa. Þessi saga sem Rósa Sósa var að segja var bara eitthvað grín hjá henni og hún var að athuga hverjir féllu fyrir henni og auðvitað ég ungfrú auðtrúa kolféll. En það verður sko langt þangað til að trúi einhverjum svona sögum, hehehe :)

sunnudagur, mars 14, 2004

Loksins, loksins!!! Ég er komin með svona myndaalbúm, það tók sinn tíma. En betra er seint en aldrei :)

Svo gleymdi ég að segja ykkur frá því áðan að ég var að lesa bloggið hjá Rósu Sósu og þar er hún að segja frá því þegar hún fór í ræktina og það var einhver að spyrja hvort að hún hefði áhuga á að módelast eitthvað. Það er sko annað þegar ég fer í ræktina því þá er bara verið að setja út á það að ég gretti mig ekki nógu mikið og svoleiðis. Ég hef aldrei verið spurð hvort að ég vilji módelast eitthvað. Skrýtið!!!!! HAHAHA.

Það komið á hreint hverjum ég á að giftast og hann er sko ekki á verri endanum. Fannst þetta alveg frábært próf og því varð ég að setja það hér ( kannski því að útkoman úr því var mjög góð, hehe)

Will Turner is the caring young man from pirates of the caribbean. he will adore you till the day that he dies
You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anything
cheesy look really hot(like sliding down stairs
on a shield shooting arrows or wearing pointy
ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla

Helgin!!!!
Mér finnst ég vera búin að eignast nýtt heilmili og það er skólinn minn!!! Ég er alltaf þar núna, en það er víst eitthvað sem fylgir því að vera í háskóla. Já ég var sem sagt í skólanum á föstudaginn til um hálf fjögur og fór þá í vinnuna mína. Svo kíkti ég í heimsókn til þeirra Hildar og Benedikts. Við horfðum á sjóræningja myndina með honum Depp sæta. En eftir hana þá var ferðinni heitið á Hverfisbarinn að hitta Berglindi og ætlaði ég bara að vera stutt þar en það drást nú aðeins. Helga kom líka og hitti okkur þar en því miður kom Herdís bara þegar við vorum að fara heim. Herdís við verðum bara að djamma saman seinna!!!!!!

Svo var vaknað “snemma” á laugardaginn, komin upp í skóla klukkan 10 mjög hress:) Var þar að vinna verkefni til um klukkan 17.00 og fór þá og sá seinnihálfleik þar sem ÍR var að keppa á móti Gróttu/ KR, þetta var fínn leikur nema það hvað mér fannst dómararnir ferlega lélegir. Vissu ekkert hvað þeir voru að gera. En ÍR-ingarnir unnu leikinn með einu marki og það var svakaleg spenna í endinn þegar bara 1 sek. var eftir þá fengu báðir þjálfararnir rauða spjaldið.

Svo var haldið heim á leið til að hafa sig aðeins til því að ég fór í afmæli til hennar Heiðrúnar frænku sem varð 30 ára 9. mars.

Þannig að 3 síðustu helgar er ég búin að vera í afmælum og ég meira að segja fór ekki í afmæli til Vignirs frænda í gær því að ég var í skólanum. En hann varð 7 ára í gær.

Svo var ég bara að koma úr skólanum núna en við stoppuðum stutt þar í dag.

Og svo er hún Snjólaug skvís og pæja með meiru bara byrjuð að blogga og er ég búin að setja link á hana hér og svo ætla ég að setja Hildi systur líka á link listann því að hún þykist vera byrjuð að blogga aftur!!!!!!

miðvikudagur, mars 10, 2004

Púff ég skellti mér í spinning tíma áðan, eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera, hef alltaf fundist það ferkar mikil geðveiki. En sá tími var ekkert svo afleiddur, en þetta var ekkert smá erfitt. Og ég er strax komin með harðsperrur og mig hlakkar ekki til að vakna á morgun.

Svo skellti ég mér á handboltaleik, sá reyndar bara seinni hálfleikinn, mínir menn unnu. Flott, flott.

En ég er farin að horfa á imbann.

mánudagur, mars 08, 2004

Ég er búin að vera mjög léleg að blogga núna upp á síðkastið. Það er bara allt að verða vitlaust í skólanum. Endalaust af verkefnum og svo erum við í einhverjum markstrat "leik", en hann gengur út á það að við eigum að reyna að koma vöru okkar á framfæri og ná til einhvers tiltekin hóp. Og ein ákvörðun er eitt ár. En þar sem bókin kom ekki til landsins fyrr en seint og síðar meir þá verður mikið hjá okkur að gera í þessum leik í þessum mánuði. Við verðum bara í 4 vikur í honum í staðinn fyrir 8 og við þurfum að taka 8 ákvarðanir, svo reiknið þið!!!!!

Þannig að seinustu dagar eru bara búnir að fara í það að pæla í þessum leik og þess á milli að gera verkefni í öðrum fögum.

En ég fór í afmæli á laugardaginn hjá Heiðu Björg litlu frænku sem er reyndar að verða 6 ára á morgun, skrýtið hvað hún eldist en ég ekki neitt ;) Og eftir það var bara farið upp í skóla að gera verkefni og svo bara farið heim að horfa á imbann því ég vildi ekki fara seint að sofa þar sem við vorum að fara í skírn og afmæli á Akranesi á sunnudaginn og fórum snemma.
Sem sagt litli frændi minn varð 2 ára og hann á reyndar líka afmæli á morgun og svo var verið að skíra bróður hans. Hann minnsti frændi fékk það nýja og sérstaka nafn (að mínu mati) Húgó Valtýr. Hann er voða sætur en hann á náttúrulega ekki langt að sækja það, Hahahahahahahahahahaha.
Já en svo þegar heim var komið ,aftur í stórborgina, þá var bara farið upp í skóla í verkefnavinnu og ég meira að segja missti af leiknum sem ég ætlaði á, ÍR - Stjarnan. En mínir menn unnu þannig að þetta er í lagi.

Jæja ég ætla að fara að glápa á imbann því að ég þarf svo mikið að læra og ég geri alltaf eitthvað annað en ég þarf að gera!!!!!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, mars 03, 2004

Ég er víst þetta :( ég sem vildi vera öskubuska eða þyrnirós. Nei, nei þetta passar sko engann veginn við mig en........

CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla


Já ég bíð bara eftir að hún Rósa Sósa kenni mér eitthvað á þennan blogger svo að mín síða verði svona flott eins og hjá henni og Hildi.

Svo er það árshátíðin á morgun hjá Tækinháskólanum, ég mun ekki skemmta fólki með nærveru minni því ég fer ekki. Það verður sennilega rosalegt stuð á fólkinu og rosa gaman. Kalli Bjarni og Milljónamæringarnir, nokkuð gott!!!!
En fólk skemmtið þið ykkur á árshátíðinni!!!!