Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, mars 28, 2004

Ef ég verð ekki komin með magasár fyrir 25 ára þá veit ég ekki hvað. Þessi önn er búin að vera frekar klikkuð, eða það er búið að vera mjög mikið að gera í skólanum. Þessi helgi fór í það að hugsa um eitt einstaklingsverkefni sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í og það eru víst flestir í sömu sporum og ég. Svo ekki nóg um það að vera að reyna að gera þetta verkefni sem á að skila á þriðjudaginn þá eigum við að skila öðru verkenfi á miðvikudaginn og sem betur fer var verkefni sem við áttum að skila á föstudaginn frestað þangað til á miðvikudaginn í næstu viku. En það er samt ekkert betra því að þá eigum við að skila öðru stóru verkefni á mánudeginum. Það er allt að verða vitlaust, crazyyyyyyy!!!!Þannig að ég sé fram á eins skemmtilega helgi næstu helgi, gerist ekki betra.
Mesta afrek mitt þessa helgina var að fara í Kringluna í dag að kaupa mér skó, það var svona smá upplifting og ég sá ekkert smá mikið af flottum fötum í Smáralind og Kringlunni og ég er búin að fatta uppá einni flottri búð í Smáralindinni og er hún því núna þriðja uppáhaldsbúiðin mín. Hún heitir VILA, mjög flott föt þar inni.
En svo fór ég bara að sofa um klukkan 12 í gær mjög sátt með það, nýbúin að keyra Hildi og Ragnheiði í partý og ég fór bara heim og "ætlaði að fara að læra" en sofnaði bara.

En það verður ekki meira í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home