Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, apríl 29, 2007

Curly Sue

Þegar ég var lítil áttu systur mínar það til að kalla mig Curly Sue þegar ég hafði verið úti í rigningu og kom inn því að hárið á mér varð mjög krullað og þeim fannst það minna á stelpuna sem lék Curly Sue í einni mynd.

En núna get ég sagt að ég ber það nafn með rentu. Skellti mér á hárgreyðslustofu á föstudaginn og lét setja í mig permanett. Smá viðbrigði en ég er alveg að fíla hárið á mér. En ég segi bara, sem betur fer fór ég á föstudegi þar sem ég mátti ekki þvo á mér hárið í 2 sólahringi eftir að permanettið var sett í. Og þeir sem þekkja mig vita það að ég verð að þvo það á hverjum degi. En þetta slapp þar sem ég var ekki mikið að fara út.


Svo reyndar þegar ég fer að rifja það upp þá fannst systrum mínum ég líkjast Lauru Ingalds í Húsið á sléttunni og Hönnu sem lék í nágrönnum einu sinni, því að ég var með svo stórar tennur. Mér þótti það ekkert sérlega skemmtileg samlíking.

Fann mynd af Lauru en því miður enga af Hönnu.

Curly Sue kveður að sinni.

mánudagur, apríl 23, 2007

Gleðilegt sumar

Jæja núna er liðin vika síðan ég kom heim og komin tími á að ég skrifi ferðasöguna. Var að spá að hafa þetta í tveim pörtum en svo hætti ég við. En hérna er sagan svolítið löng ennnnn:

Fórum eldsnemma í loftið og tók ferðin í heildina um 11 tíma. Millilentum í Halifax og svo tók 2 tíma að keyra frá Varadero til Havana. Það var auðvitað stoppað á leiðinni og boðið uppá pina colada (skrifa það bara eins og ég segi það). Þegar við mættum á hótelið var tekið á móti okkur með drykk og var fyrsti dagurinn bara tekinn í það að skoða hótelið en það var í um 10 mín. aksturfjarðlægð frá miðsvæði Havana borgar. Það voru 3 veitingarstaðir á hótelinu, ekki slæmt.

Á pina colada stoppinu okkar á leiðinni til Havana, það var smá rok þarna.
Á mánudeginum fórum við í skoðunarferð um Havana, skoðuðum alla þekktustu staði hennar. Og ég varð ekkert smá hrifin af borginni, verst hvað það var allt í niðurníslu.
Á þriðjudeginu fórum við svo í ferð til Vinales-dalsins, en hann er þjóðgarður Kúbverja og friðaður af UNESCO. Fórum og gengum inní helli og komum svo með báti til baka. Þurftum svo að ganga í gegnum eitt fjall til að komast að veitingarstaðnum sem við borðuð á, og þvílík fegurð sem blasti þar við. Ekkert smá flott.

Ég í Vinales-dalnum
Á miðvikudeginum var svo farið á markaðinn í Havana, hann er þekktur fyrir það að selja mikið af sjúklega flottum málverkum, ég keypti mér einmitt 2 lítil þar. Sé eftir að hafa ekki keypt mér fleiri en ég hélt að það væri hægt að kaupa þau líka í Varadero en svo var ekki.Fimmtudagurinn var svo tekinn í afslöppun, legið í sólbaði allan daginn og leit ég út eftir því um kvöldið, ég sem sagt skaðbrenndist. Fórum svo um kvöldið til Havana og yfir í virki sem var á tanga “hinum meginn við Havana”. Mættum frekar seint og það var búið að loka vitanum sem við ætluðum að skoða en einn starfsmaður var svo elskulegur að hleypa okkur í gegn og fengum við því að skoða útsýnið frá honum. (reyndar bara ég og pabbi því að Hildur og mamma þorðu ekki). Svo fórum við og horfðum á sýninug þar sem var skotið úr fallbyssu klukkan 9 en það var víst siður í gamladaga að skjóta úr fallbyssu þegar loka átti höfninni. Á endanum varð ég sýninginn þar sem það leið yfir mig nánast um leið og búið var að skjóta úr byssunni. Það var frekar óskemmtilegt þar sem ég rankaði við mér og allir voru að horfa á mig, ekki alveg mitt uppáhalds. Við ætluðum að fara út að borða en læknirinn á staðnum sagði að ég ætti að fara beint uppá hótel og fá mér að borða og borða mikinn sykur, ekki vandamál fyrir mig!

Havana borg, myndin tekin á tanganum.
Föstudaginn slöppuðum við af, fórum í tennis, og þar þurfti náttúrulega geitungur að ráðast á mig og stinga mig í hálsinn. Ég fríkaði alveg út því að ég vissi ekkert hvaða risaflikki var að ráðast á mig. Kallaði á Hildi og pabba um að taka þetta af hálsinum af mér. En þau sáu ekki neitt og Hilur með sinni stökustu ró sagði mér nú að róa mig því að það væri nú ekkert á hálsinum á mér. En svo sáum við þetta svaka geitungabú. Fórum svo og röltum um Havana og sáum skrúðgöngu um borg Havana í tilefni af Föstudeginum langa. Á leiðinni heim náði ég að skella leigubílahurðinni á eyrað á mér og þar sem ég hafði brunnið svo illa hafði ég fengið blöðru á eyrað og hún sprakk og lafði skinnið niður. Ógeðslegt.


Laugardagurinn var svo tekinn í hvíld.
Á sunnudeginum var svo farið til Varadero, urðum fyrir frekar miklum vonbrigðum þegar þangað var komið, hótelið var í svo miklu lægri klassa en hótelið í Havana. En það þýddi ekkert að pirra sig á því, bara njóta ferðarinnar eins og maður gat. Þar fengum við band um hendina og voru allir drykkir og matur frír á hótelinu.


Auðvitað kom páskahérinn með Nóa Siríus páskaegg handa liðinu.
Gerðum miklu minnar þar en í Havana, minna hægt að skoða. En við fórum á hjólabát, fórum í útsýninsrútu, gengum á ströndinni sem var æði, gengum um bæinn og stunduðum pizza staðinn á horninu vilt og galið. Vorum nefnilega ekki að fíla matinn á hótelinu nema kannski mexíkanska.
Á miðvikudegi fór að hellirigna einmitt þegar við vorum að borða á pizza staðnum, við ætluðum bara að bíða eftir því að rigning myndi hætta en sem betur fer gerðum við það ekki, annars hefðum við þurft að sitja þar allan daginn. Það ringdi svo mikið að rafmagnið var ekki á hótelinu nánast allan daginn og við þurftum að borða við kertaljós á mexíkanska veitingarstaðnum um kvöldið, svo kláraðist líka allur maturinn þar sem auðvitað var ekki hægt að elda meira sökum rafmagnsleysi.


Á mexíkanska staðnum á meðan rafmagnið var á.
Á fimmtudeginum fórum við svo í sólarsiglingu, sigldum í um klukkutíma og þá var stoppað til að snorkla, svo heimsóttum við Hvítu eyjuna og þar var borðar. Ótrúlega flott eyja. Svo þegar við vorum að fara frá eyjunni byrjaði að rigna og það var sko ekkert smá ræði og það voru þrumur og eldingar alveg við bátinn og mér var ekki farið að standa á saman þar sem það sást heldur ekkert mikið út fyrir bátinn. En við komumst heil á land og þetta gerði bara ferðina eftirminnilegri. Kíktum svo á stutta höfrungasýningu, fyrsta siptið sem ég fór á svoleiðis.

Stemmningin í bátnum var frekar lítil á tímabili enda allir blautir og kaldir.
Næstu dagar fóru svo bara í afslappelsi en ég og Hildur fórum samt á dajmmið með fólki sem við kynntumst þarna. Kíktum á einn salsa klúbb þar sem maður þorði varla að stíga á dansgólfið því að þá liti maður út eins og asni. Það kunna held ég bara allir á Kúbu að dansa salsa. Okkur þótti eitt mjög furðulegt, mohító er að ég held þjóðardrykkur þeirra en okkur fannst þeir sko ekki gera góðann, þeir spara rommið reyndar ekkert, kannski liggji munurinn í því þar en mér finnst minn mohító mun betri. Fyrir utan það þá voru aldrei til piparminntulauf á hótelinu okkar.
Svo daginn sem við fórum heim ákvað ég og Hildur að fara á markaðinn og eyða peningunum okkar, keyptum trommur og ýmislegt. En svo þegar við vorum að tékka okkur út þá fengum viða ð vita það að það væri seinkunn á fluginu og við þurftum að bíða, seinkunnin var ekki nema 9 tímar og við búin með peninginn. En bandið bjargaði okkur.

En þetta var alveg frábær ferð fyrir utan smá pirring með hótelið í Varadero. Væri til að fara aftur til Kúbu en þá myndi ég sennilega einungis vera í Havana, kannski 3 daga í Varadero. Það sem heillaði mig mest við Kúbu voru bílarnir, stundum fannst mér ég var komin í bíómynd frá því um 1950-60, einnig húsin sem voru í sæmilegu ástandi og málverkin á mörkuðunum. Samt var leiðinlegt að horfa uppá alla niðurnísluna þarna og sjá fólkið betla.
P.s. set inn myndir við tækifæri, er bara að bíða eftír því að Hildur setji sínar myndir í tölvuna svo að ég geti haft allt í réttri röð.

Bless í bili.