Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júlí 28, 2009

28 ára 28 júlí.

Já þá er maður orðin 28 ára, hef beðið eftir þessum degi lengi, fannst alltaf svo merkilegt að verða 28 ára 28. júlí. Veit ekki afhverju en... Svo er líka eitthvað svo margt sem ég ætlaði að gera þegar ég væri 28. Það er aftur á móti eitthvað að klikka. En það skiptir ekki öllu.

Kveðja,
Afmælisstelpan

miðvikudagur, júní 17, 2009

Gleðilega þjóðhátíð

Heiða Björg og Karólína Rós í stuði niðri í bæ

Ég og Heiða Björg niðri í bæ í dag

þriðjudagur, júní 16, 2009

Köben, járndýrið og brabra

Þá er maður búin að jafna sig eftir hálskirtlatökuna og ætti að geta skrifað nokkrar línur hérna!!
Hálskirtlatakan gekk bara ágætlega fyrir utan einhvern eyrnaverk sem ég þjáðist af en það er búið núna.

Skellti mér svo til Köben með mömmu, pabba og Heiðu Björg, þar var ýmislegt gert. Fórum í Bakken og kíktum í nokkur tæki, svo fór heill dagur í Tívolíið í Köben, ég þurfti að kaupa mér svona armband svo að Heiða Björg gæti farið í sem flest tæki. En ég veit svo sem ekki hvor skemmti sér betur ég eða hún. Ég þurfti samt að mana mig upp í nokkur tæki, má þar nefna eitthvað rólutæki og svo fallturninn en ég fór samt!!!

Í garðinum í Bakken

Ég og HBS í einhverri af þessum rólum

Svo fórum við yfir til Lundar þar sem Kolla, Bjarki og Klara Rut búa og kíktum aðeins í búðir og svo grillaði Bjarki fyrir fólkið um kvöldið áður en við fórum aftur yfir til Köben.

Kolla og Bjarki á einum veitingarstað í Lund

Restin af dögunum fór svo í það að kíkja aðeins í búðir og rölta um borgina. Mamma, pabbi og HBS fóru svo á fimmtudeginu en þá varð ég eftir hjá henni Írisi vinkonu. Höfðum við það bara kósý, drukkum hvítvín, sleiktum sólina, hjóluðum og kjöftuðum. Ég náði svo að hitta á hana Örnu Dögg einn daginn sem var mjög gaman. Svo fór ég heim á mánudagsmorgni og rútínan tók við.

Íris gella hjá hjólinu sínu

Kíktum aðeins út á lífið eitt kvöldið

Arna Dögg á ströndinni

Mynd til staðfestingar að ég hjólaði í köben

Svo er keppnin Járndýrið búið, en þar sem ég vann ekki þá ætla ég ekkert að fara nánar út í það hérna. Stend mig bara betur næst!

Annars sá ég eitt hrikalega sætt áðan. Var að keyra heim af æfingu og sé það að á Ártúnsbrekku er að myndast þessi fína bílaröð hjá bílunum sem komu á móti mér og allir að hæga á sér því að fremsti bíllinn var með "viðvörunarljósin" á. Og þegar ég sá hvað málið var þá langaði mig helst að stoppa og vildi óska þess að ég hefði verið með myndavél á mér. Því að yfir götuna (3 akreina) var andamamma (eða gæs) að fara með ungana sína yfir götuna. Þetta var svo sætt og ég vona bara að þau hafi nú komist leiða sinna heil og höldnum og að enginn hafi lent í árekstri.

Svo er ég alveg að fara að vinna í því að henda inn myndum!

mánudagur, maí 04, 2009

Hádí hó

Já, já kannski að maður skrifi nokkrar línur hérna. Fátt að frétta. Skráði mig í keppnina Járndýrið í vinnunni. Sá vinnur sem hefur misst mestu fituprósentuna, vinnur bekkpressuna, strákar taka 40 kíló og stelpur 25 og svo róðrarkeppni í 500 metrum. Já, já ég er alltaf svo gáfuð. Skráði mig í þetta og svo er ég að fara í hálskirtlatöku á morgun og svo fer ég líka til Köben á þessu tímabili. Þetta eru sem sagt 8 vikur. Veit að ég verð ekki sterk í fituprósentudæminu en ég veit ekki með hitt, vonum bara það besta.
Fór samt áðan að æfa mig að lyfta svona í seinasta skiptið í smá tíma. Ég hafði bara prófað að lyfta stönginni sem er víst 20 kíló og prófaði að bæta þessum 5 til viðbótar og ég get sko sagt að það er mikill munur á þessum 5 kílóum!! Spurning hvort að maður nái að lyfta 2 sinnum!!
Svo æfði ég mig í róðrarvélinni og mér gekk betur að hafa stillinguna á 10 (eins og strákarnir eiga að hafa) heldur en á stillingu 6 (stelpurnar eiga að hafa hana). Skil ekki alveg!!

Jæja, hef þetta gott í bili.
Ein sem er að farast úr stressi yfir hálskirtlatökunni á morgun.

fimmtudagur, apríl 23, 2009

Gleðilegt sumar

Fer alveg að fara að gera eitthvað á þessari síðu eins og t.d. að setja inn myndir. Það kemur að því.

mánudagur, mars 09, 2009

Afmælisgella dagsins er....

.... Heiða Björg, eða ætti ég að segja gellur því að Heiðrún Björg á líka afmæli í dag.

Til hamingju með daginn frænkur mínar.

Set inn mynd af Heiðu Björgu í tilefni dagsins. Stelpan bara að hafa það gott hjá ömmu og afa á afmælisdaginn, halið þið að það sé lúxus.

Þessi mynd sýnir alveg hvernig hún er, var bara tekin í gær, 11 ára pæjan bara komin með þessa líka fínu klippingu.

Best að fara að undirbúa sig fyrir að horfa á OTH, gæti gerst eitthvað klikkað í kvöld. Og ef það gerist þá er ég hætt að horfa á þennan þátt!!!

laugardagur, mars 07, 2009

Afmælishelgin mikla

Já bara að láta vita að ég sé á lífi. Framundan er afmælishelgin mikla, ekki það að ég eigi afmæli, neibb, heldur er ég að fara í 3 afmælisveislur, hjá 4 einstaklingum. 2 afmæli í dag hjá 3 aðilum og svo eitt á morgun. Var reyndar stödd í afmæli í gær sem mér var reyndar ekki boðið í. Aðeins að hjálpa í stelpu afmælinu hennar Heiðu Bjargar, fer svo í afmæli til hennar á sunnudaginn.
Mars er enginn smá öflugur afmælismánuður, finnst eins og allir eigi afmæli í þessum mánuði.

Annars skellti ég mér í bíó í gær á mjög svo ókristilegum tíma. 22.40, og það er eiginlega bara of seint fyrir mig ef ég á að halda einhverri einbeitningu og sofna ekki. Augnlokin voru alltaf alveg að lokast. En já ég á það stundum til að vera mjög þreytt á föstudögum. Eru það einhver ellimerki eða??? Fór á myndina He´s Just Not That Into You, sem var bara mjög skemmtileg en ég held að myndi hefði verið skemmtilegri ef ég hefði ekki verið svona þreytt ef það meikar einhvern sens.

Jæja, best að hafa sig til fyrir afmælin.