miðvikudagur, júní 17, 2009
þriðjudagur, júní 16, 2009
Köben, járndýrið og brabra
Þá er maður búin að jafna sig eftir hálskirtlatökuna og ætti að geta skrifað nokkrar línur hérna!!
Hálskirtlatakan gekk bara ágætlega fyrir utan einhvern eyrnaverk sem ég þjáðist af en það er búið núna.
Skellti mér svo til Köben með mömmu, pabba og Heiðu Björg, þar var ýmislegt gert. Fórum í Bakken og kíktum í nokkur tæki, svo fór heill dagur í Tívolíið í Köben, ég þurfti að kaupa mér svona armband svo að Heiða Björg gæti farið í sem flest tæki. En ég veit svo sem ekki hvor skemmti sér betur ég eða hún. Ég þurfti samt að mana mig upp í nokkur tæki, má þar nefna eitthvað rólutæki og svo fallturninn en ég fór samt!!!
Svo fórum við yfir til Lundar þar sem Kolla, Bjarki og Klara Rut búa og kíktum aðeins í búðir og svo grillaði Bjarki fyrir fólkið um kvöldið áður en við fórum aftur yfir til Köben.
Kolla og Bjarki á einum veitingarstað í LundRestin af dögunum fór svo í það að kíkja aðeins í búðir og rölta um borgina. Mamma, pabbi og HBS fóru svo á fimmtudeginu en þá varð ég eftir hjá henni Írisi vinkonu. Höfðum við það bara kósý, drukkum hvítvín, sleiktum sólina, hjóluðum og kjöftuðum. Ég náði svo að hitta á hana Örnu Dögg einn daginn sem var mjög gaman. Svo fór ég heim á mánudagsmorgni og rútínan tók við.
Íris gella hjá hjólinu sínuKíktum aðeins út á lífið eitt kvöldið
Arna Dögg á ströndinni
Mynd til staðfestingar að ég hjólaði í köben
Svo er keppnin Járndýrið búið, en þar sem ég vann ekki þá ætla ég ekkert að fara nánar út í það hérna. Stend mig bara betur næst!
Annars sá ég eitt hrikalega sætt áðan. Var að keyra heim af æfingu og sé það að á Ártúnsbrekku er að myndast þessi fína bílaröð hjá bílunum sem komu á móti mér og allir að hæga á sér því að fremsti bíllinn var með "viðvörunarljósin" á. Og þegar ég sá hvað málið var þá langaði mig helst að stoppa og vildi óska þess að ég hefði verið með myndavél á mér. Því að yfir götuna (3 akreina) var andamamma (eða gæs) að fara með ungana sína yfir götuna. Þetta var svo sætt og ég vona bara að þau hafi nú komist leiða sinna heil og höldnum og að enginn hafi lent í árekstri.
Svo er ég alveg að fara að vinna í því að henda inn myndum!