Berglind Bára gæsuð
Gæsuðum Berglindi Báru í gær og það gekk bara eins og áætlað var. Allt gekk vel nema smá töf sem við lentum í og þá fór smá út af laginu en ekkert sem maður lét angra sig. Kennum bara Valsmönnum um það ;)
Annars vorum við ekkert smá heppnar með veður, vorum búnar að krossa fingur um að það yrði gott veður og það fór eins og við vonuðum, liggur við eftir tímasetningu líka. Við fórum með morgunmat til hennar,,,,,
Gæsin komin með allt í poka sem stóð á miðanum og tilbúinn fyrir daginn.næst var farið í magadans og smá lap dans,......
Hópurinn ásamt kennaranum
því næst var haldið í kolaportið og farið í smá leik með gæsina.
Leikurinn í Kólaprotinu.
Fórum í Nauthólsvík í pikknikk í góðaveðrinu.
Í Nauthólsvíkinni
Farið var í Bláa Lónið þar sem gæsin fékk nudd í lóninu, en sökum Valsmanna þá var það aðeins styttra en áætlað var.
Gæsin í Bláa Lóninu.
Vorum alveg í dágóða stund í Bláa Lóninu þar sem við týmdum ekki að fara uppúr því að það var svo gott veður en á endanum urðum við að fara uppúr því að við áttum pantað borð á Tapas.
Gæsin sæt og fín á Tapas
Eftir matinn var svo farið á Ölver en þar var lítil stemmning og svo var gæsin bara orðin þreytt og ég held bara við allar. Vaknaði svo eldrauð og brennd í framan, það er greinilega langt síðan að ég var út stanslaust í einhverja sex tíma í sól og hita.
Vona að gæsin hafi skemmt sér eins vel og ég. Takk fyrir daginn gæs og allar hinar stelpurnar.
2 Comments:
Jæja ætli ég geri ekki aðra tilraun til að kommenta...
Fyrra kommentið hljómaði eitthvað á þessa leið:
Kæru vinkonu og systur takk kærlega fyrir mig, ég skemmti mér mjög vel og var afskaplega ánægð.
Ég verð þó að taka fram sem uppalinn Valsari að við getum víst ekki kennt þeim um heldur &%$ HR-ingunum ;o)
Berglind
Hahahah, já það má alveg kenna þeim um, datt svo sem í hug að það væri einhver útskrift í gangi, allir svo fínir.
Skrifa ummæli
<< Home