Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, júní 08, 2008

EM í fótbolta...

.... er ekki mitt uppáhalds, veit ekkert leiðinlegra en að horfa á fótbolta. Allt í lagi einn og einn leikur en þetta verður næstu vikurnar. Úff, hef ekkert að gera og svo loksins þegar ég hélt að fótboltinn væri búinn þá kemur einhver upprifjunar þáttur um leikina. Man ekki eftir svona þætti þegar handboltaleikur er búinn. En ég get allavega horft á einn leik á morgun og það er sko ekki fótbolti.

Og þar sem ég hafði ekkert að gera ákvað ég setja inn myndir, úr euróvision- afæmlispartýi hjá Helgu og svo úr afmælinu hans Trausta. Svo þeir sem hafa áhuga, gjörið þið svo vel og skoðið.

Svo komst ég að því um daginn að maður er ekki maður með mönnum nema að maður fari nokkrum sinnum upp Esjuna á sumrin. Ég er búin að fara 2 sinnum sem af er af sumri (reyndar bara upp að steininum). Þetta er greinilega pleisið þar sem maður hittir fólkið. Seinast þegar ég fór þá hitti ég fleiri þar heldur en ef ég fer að skemmta mér í bænum!!! Þannig að Esjan er málið.
Ekki það að ég fari oft í bæinn þar sem ég er enginn djammari. Fólk er samt eitthvað að tjá sig um það að ég verði að vera duglegri að fara út svo að ég hitti nú draumaprinsinn einhvern tímann. En ég hef alltaf haldið því fram að hann kæmi bara á sínum hvíta hesti til mín. En við í vinnunni vorum að tala um þetta um daginn og við komust að þeirri niðurstöðu að sennilega hefur draumaprinsinn bara dottið af baki og ég væri ekki að fara á rétta staði. Ætti sem sagt að fara í heimsókn á spítalana þar sem hann hefur sennilega dottið svona illa og endað þar. Það meikar alveg sens þar sem hann er ekki ennþá komin til mín!!

Þar sem ég er komin í 3ja mánaða sumarfrí frá skúringunum þá er ég komin svo snemma heim miðað við vanalega og hef getað sé eitthvað að Dr. Phil og ég er bara ekki að ná því hvað það er til mikið af mjög spes og eiginlega bara stórskrýtnu fólki í heiminum!!! Það var ein kona um daginn sem tók eldri dóttirina fram yfir yngri því að hún væri fallegri og það vita það nú bara allir að það verður ekkert úr ljótu fólki!! Hún fór ekki að fyrirlíta dóttur sín sem var nota bene held ég 7 ára fyrr en hún fór að fitna og svo var hún líka með húðsjúkdóm og bara ekki falleg!!! Ekki alveg í lagi með fólk, ekkert skrítið þó að barnið fitnaði þar sem mamman pantað alltaf 2 hamborgara fyrir hana. Ekki stoppa barnið þitt og segja að einn sé nóg!!!
Svo var önnur sem vildi ekki leyfa dóttur sinni að leika sér við ljótu börnin á leiksvæðinu. Fór alltaf að finna falleg börn og sagði henni að tala við þau!! Mamman viðurkenndi svo að hún væri þessi sem að hún myndi ekki sjálf vilja tala við. Eins og ég segi ekki í lagi með fólk!!

Jæja spurning um að fara að sofa.

Seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home