Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, ágúst 09, 2008

Þegar ég var módel

Jæja þá er maður komin frá Húsavík, reyndar komum við á fimmudaginn. Áttum þar góðan tíma sem einkenndist af afslöppun og áti en ef ég fer að velta því fyrir mér þá er það ekki mikil afslöppun á éta út í eitt en hvað um það. Þegar við vorum hjá ömmu þá fór ég að skoða myndir sem amma átti, var athuga hvort að hún ætti nú ekki einhverjar af honum pabba þegar hann var lítill en hún á voðalega fáar myndir.

En í búnkanum leyndist mynd af mér sem hafði verið í auglýsingu fyrir eina ljósmyndastofu. Heiðu Björg fannst eitthvað skrítið við það að það hafði verið sett mynd af mér í blöðin og spurði afhverju myndin af mér hafi verið í blaðinu. Ég var nú ekki lengi að svara því: Því að ég þótti svo fallegt barn!! Enn ekki hvað? Hún var nú ekki að trúa því og spurði: Nei í alvöru, afhverju var mynd af þér. Ég sagði bara aftur því að ég þótti svo fallegt barn, en hún keypti það ekki og því varð ég að hringja í mömmu (ömmu hennar) og láta hana segja henni það. Mamma dró nú eitthvað úr þessu og sagðist nú ekki vita hvers vegna, sennilega því að þetta þótti góð mynd. Hahaha, mér fannst samt best að Heiða Björg var ekki að trúa því að ég þótti fallegt barn, sem var bara bull í mér. Maður má nú ekki einu sinni lifa í voninni um það að maður þótti sætur þegar maður var lítill.


Flotta auglýsingin.En það sem mér fannst best var auglýsingin sjálf, veit ekki hvort að það sjáist á myndinni, en þetta var Febrúartilboð og alveg 1.000 króna afsláttur og því var heildarverð fyrir 12 myndir plús eina stækkun 1.480 krónur, já einmitt, maður fengi svona myndatöku fyrir þennan pening í dag. Hugsa að þetta kosti frá 30.000 til 50.000 í dag. En svo fór ég að velta því fyrir mér ætli ég hafi ekki fengið neitt greitt fyrir þetta, humm, mamma og pabbi, hvar eru launin mín fyrir þetta???

Horfði svo á setningarathöfn Ólympíuleikanna í gær og vá hvað þetta var flott hjá Kínverjunum. Enginn smá agi þar á ferð. Ég var reyndar alveg að gefast upp að bíða eftir íslendingunum en þeir komu inn rétt áður en ég slökkti á imbanum.

Svo fór ég og pabbi að ganga meðfram Jökulsá í Fljótsdal og tók það okkur 4 tíma og ég er svo búin á því núna. Gengum upp meðfram fjallinu og það er ekkert sérlega gott að ganga þar í halla á hlaupaskóm enda eru fæturinur á mér eftir því núna, öll í blöðrum og hælsæri, mjög fallegt. Við fórum ekki auðveldustu leiðina og "týndumst" í skóginum sem var þar einhvern hluta leiðarinnar, mér ekki til mikilla ánægju, var alveg með hroll því að ég var viss um að það væru kóngulær á mér eða einhverjar trjápöddur. En maður var alveg sáttur með sig þegar maður komst á leiðarenda. Mamma og Heiða Björg komu og sóttu okkur.


Komin svolítið áleiðis, sirka helming.

Sést kannski ekki á myndinni en það var svolítið bratt þarna, allavega átti ég erfitt með að ganga sumstaðar sökum lofthræðslu.

Göngugarparnir að komast á leiðarenda. Sátt með sig.Svo þarf ég að fara að henda inn nokkrum myndum, geri það kannski á eftir ef ég nenni. Svo er planið að horfa á handboltann í nótt. Sé til hvort að ég nái að vaka svo lengi eða þá að vakna þegar hann er.

Berglind kveður frá Egilsstöðum.

4 Comments:

At 10:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kjóllin sem þú varst í var líka SVO FALLEGUR;-)
Kv.Hafdís frænka.

 
At 4:29 e.h., Blogger Berglind said...

Já það hefur sennilega bara verið það!!! Góður punktur Hafdís.

 
At 7:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ pæ! Var að skoða myndirnar þínar, ekkert smá flottar. Þú ert greinilega orðin mjög pró í þessu:) Líka flottir staðir sem þið voruð að fara á, ég þarf að fá þig með mér í ferðalag þarna næsta sumar, ég er alveg lost á þessum hluta landsins. Sjáumst fljótlega. Kv frá hróinu á Grundó

 
At 5:02 e.h., Blogger Berglind said...

Já ekki spurning við verðum að fara í innanlandsferðalag. Er með gistingu fyrir okkur á allavega 2 stöðum. Því ég er sko ekki að fara að sofa í tjaldi!!
Maður er alltaf að reyna að æfa sig í myndatökunum, og þá er gott að hafa eitt stykki litla frænku sem var alltaf sett inná myndirnar ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home