Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar allir. Það er bara hið fínasta veður hérna í Breiðholtinu á sumardaginn fyrsta, enda ekki við öðru að búast, alltaf gott veður hérna ;)

Í tilefni þess að sumarið var að koma var okkur í vinnunni boðið af Íshestum og Fjörukránni á skrall í gær. Ég fór á hestbak, við ætluðum í ferðina fyrir vana en ég er mjög fegin því að hafa bara farið í fyrir lítið vana því að ég held að ég hafi farið c.a. 3 sinnum á hestbak áður. En þetta var fínt, hesturinn minn hét Skvísa og var svolítið löt þannig að hestamaðurinn hún Berglind fékk písk (held að það heiti það) til þess að hvetja hann áfram, notaði það nú ekki mikið, hesturinn ellti bara hinn hestinn á undann sér!!!
Svo eftir reiðtúrinn var farið í línudans, jamm núna kann ég sko að stíga línudans, ekki málið. Eftir nokkur spor var svo farið á Fjörukránna þar sem hægt er að segja að fólk hafi verið orðin mjög vel í því. Þar fengum við súpu og kjöt, held svo að eftirrétturinn hafi tínst einhvers staðar á leiðinni, því ekki var hann borinn fram. Svo var fólkið í vinnunni minni (og ég) eitthvað slappt þetta kvöld og fórum við öll heim frekar þreytt um hálf 12, en þá var aðalfjörið að byrja hjá flestum. Ég var bara mjög fegin að komast heim og fara að sofa, því þetta var frekar langur dagur. Og í dag er ég að drepast í bakinu þar sem ég var svo stressuð á hestbaki og því varð ég svo stíf í bakinu og afleiðingar þess eru að skína í dag. Með brjáluðum harðsperrum þar, verst að ég gat ekki spennt magavöðvana!!!

Gleðilegt sumar

1 Comments:

At 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/ganardinero.jpg[/img][/url]
[b]Toda la informacion que buscas sobre ganar dinero[/b]
Nosotros hemos hallado la mejor guia en internet de como ganar dinero internet. Como nos ha sido de interes para nosotros, tambien les puede ser de interes para ustedes. No son solo formas de ganar dinero con su pagina web, hay todo tipo de metodos para ganar dinero en internet...
[b][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url]Te recomendamos entrar a [url=http://www.ganar-dinero-ya.com/]Ganar-dinero-ya.com[/url][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url][/b]

 

Skrifa ummæli

<< Home