Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, október 13, 2004

Þá er maður loksins búinn að mæta á sína fyrstu handboltaæfingu hjá oldgirls í Aftureldingu (utandeildin), þetta er samt ekki mikið oldgirls þar sem ég er með þeim elstu á staðnum. Ég þorði ekki öðru en að mæta þar sem Ingibjörg var farin að stokka mig á msn ;)
Og vá hvað allt þol er farið hjá mér, ég er greinilega ekki að viðhalda neinu þoli í þessari blessuðu líkamsrækt. Ég var sko sprungin eftir 5 mínútna spil en maður hélt nú samt áfram. Þegar ég kom heim var ég rauðflekkótt í framan , mjög sæt, og kálfarnir á mér voru svo stífir að þegar ég gekk upp og niður stigann heima þá hélt ég að þeir myndi springa. En þá er málið að koma sér bara í betra form. Það væri annars fínt að byrja að mæta þarna, ekki nema einu sinni í viku og svo er eitthvað keppt. Bara gaman til þess að geta kastað bolta svona einu sinni og einu sinni.

Jæja best að fara að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home