Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Humm ekki nógu sniðugt með þetta veður! Það virtist ekkert ætla að koma nein sól í dag en svo þegar ég koma í vinnuna, nota bene ég þurfti að leggja af stað klukkan hálf níu í dag. Já þegar ég var komin uppeftir þá var bara þessi fína sól og logn. En svo loksins þegar ég ætlaði að fara í sólabað þá komu akkúrat listamennirnir og þurftu að taka niður sýninguna og svo stuttu seinna kom hinn listamaðurinn sem var að fara að setja upp sína sýningu og þá gat ég bara ekki farið út í sólbað. En núna þegar allt er tilbúið og fínt þá er sólin farin. Ekki alveg nógu sátt með það.

En núna er sem sagt komin önnur sýning í neðri salinn hjá okkur og eru þetta rosalega flott málverk eftir Kjartan Guðjónsson sem að mati pabba míns er algjör snillingjur þannig að þetta leggst bara vel í mig. Ég verð samt að viðurkenna að ég kannaðist ekkert við hann, vona bara að hann fyrigefi mér það. Það er svo sem ekkert nýtt að ég kannast ekki við einhverja "listamenn" hvort sem það er á tónlistar eða bara myndlistarsviðinu :)

Já og Berglind Bára, maður á ekkert að taka auglýsingum alltof alvarlega; ekkert vera að herma eftir því sem fólk gerir í auglýsinunum, hehehe ;)

Fór í bíó í gær á myndina; Raising Helen, mér fannst hún bara mjög góð, ekta stelpu mynd, ég gat allavega lifað mig inn í hana. Svo er ég að fara að horfa á Spiderman 1 í kvöld því að ég er ekki búin að sjá hana, og það þótti víst voðalega skrýtið. Er bara búin að heyra að það sé eitt flottasta kyssi-atriði í myndinn sem sést hefur í kvikmyndum og að vinur Spidermans sé voðalega sætur. Þannig að I must see!!! Og hver veit nema að maður fari svo á Spiderman 2 á föstudaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home