Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, mars 26, 2003

Þessi síða mín er ekki að gera góða hluti. Það er eitthvað svona rugl að safnast saman uppi í horninu og ég kann ekki að taka það í burtu. Þannig ef það er einhver sem er klár á þetta má hann segja mér hvernig ég get lagða þetta.

Fyndið í tíma í dag í markaðsrannsóknum þá vorum við að skoða hvaða sjónvarpsstöð væri vinsælust og svoleiðis. Svo fengum við að sjá hvaða þáttur væri vinsælastur á Skjá einum. Og það kom kennaranum eitthvað á óvart hvað piparsveinninn væri ofarlega á listanum, í öðru sæti. Mér fannst það ekkert skrýtið og flestum stelpunum sem sátu í kringum mig!!!! Ég vil helst ekki missa af þætti. Og svo býð ég bara spennt eftir því að piparjúnkan ( er þetta skrifað svona???? ) byrji. Þarf ekki að bíða lengi, hún byrjar á morgun.

Svo er helgin ákveðin, ég er sem sagt í hóp í handboltanum og við erum að fara til Eyja að keppa við ÍBV. Og við förum með HERJÓLFI. Ég er strax orðin sjóveik við tilhugsunina. En ég hef farið með Herjólfi til Eyja tvö seinustu sumur og ég hef alltaf náð að jafna mig á nokkrum tímum. En þá fór ég í allt örðum erindagjörðum, hehehe.
Við förum á föstudags kvöldi og komum heim á sunnudaginn. Gaman það!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home