Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Áfram Ísland

Áfram Ísland!! Djöfull eru þeir að standa sig strákarnir okkar. Ekkert smá gaman að horfa á þá og alveg þess virði að vakna eldsnemma til þess að fylgjast með þeim. En ég verð samt að viðurkenna eitt, ég skil bara ekkert hvert Ólafur Stefánsson er stundum að fara þegar hann er að tala. Hann er bara aðeins of djúpur fyrir mig.

Annars er ég búin að vera í stökustu vandræðum, ætlaði að taka þátt í Glitnis maraþonninu, í byrjun sumar hafði ég hugsað mér að hlaupa 10. km en svo þar sem ég hef ekki hreyft mig í allt sumar var ég eiginlega bara hætt við og ætlaði að hlaupa 3 km. Svo nefndi ég það þegar verið var að íta að mér að taka þátt hvað ég ætlaði að hlaupa “stutt” þá fékk ég bara komment hægri, vinstri. Það er nú bara 3.000 kall!!! Og því er ég búin að vera að vandræðast með það að ég verði nú að hlaupa allavega 10 km og ég sem hef aldrei verið neitt sérlega sterk í langhlaupum, dó næstum þegar ég tók þátt fyrir nokkrum árum og hljóp 3 km. En svo ákvað ég mig að ég skildi hlaupa 10 km og þá labba ég bara ef ég er alveg að gefast upp. Maður getur eiginlega ekki annað þar sem manni gefst kostur á að styrkja það málefni sem manni langar til þess að styrkja. Ég ákvað því að styrkja MND félagið. Þeir sem vilja heita á mig er velkomið að gera það. Þið þurfið bara að fara inná þessa síðu: http://www.marathon.is/index.php?option=com_wrapper&view=wrapper&Itemid=153&lang=is og finna mig og segja hvað þið viljið heita miklu á mig. Margt smátt gerir eitt stórt. Er það ekki??

Annars er allt farið að hafa sinn vanagang, byrjuð í vinnunni og svona. Var bara í því að leita mér að borðstofuborði seinni vikuna í fríinu og það tókst. Loksins eftir að hafa verið að “leita” í tæplega ár. En stólarnir eru ekki komnir, fer í þann leiðangur seinna. Fór í brúðkaup á laugardaginn þar sem Viðar frændi og Jóhanna voru að gifta sig. Rosalega flott allt saman hjá þeim.

Hef þetta gott í bili.

1 Comments:

At 1:17 e.h., Blogger Hildur said...

Já Óli Stef og Bíbið hans......... okkur í vinnuni finnst þetta snilld og erum að spá í að nota þetta í hvert skipti sem að við fáum einhvern í símann sem er leiðinlegur og við erum pirruð þá segjum við bara við þau bííb... hahahha.
En annars þá finnst mér þetta vera gott málefni sem þú ætlar að styrkja og er ég búin að heita á þig og ætlar hann pabbi gamli að gera hið sama. Go Berglind.......

 

Skrifa ummæli

<< Home