Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, ágúst 14, 2006

Manchester

Helgin liðin, átti bara að vera róleg en það breytist eitthvað.
Á föstudaginn horfði ég bara á videó og át yfir mig, kann ekki að hætt þegar ég er búin að fá nóg.
Svo á laugardaginn kíkti ég í bæinn á samt Hildi, Kollu og Klöru, við fórum á Gay-pride, horfðum reyndar bara á gönguna og fórum fljótt eftir að skemmtunin byrjaði. Svo hringdi Íris í mig um kvöldið og fékk mig með sér og Snjóu á djammið um kvöldið. Það var nú ekkert smá mikið af fólki í bænum, við ætluðum á ball með Páli Óskari en það var svo bjáluð röð á Nasa að við enduðum á Vegamótum. Stoppuðum stutt þar og fórum á Ketlic og ég stakk steplunar af um 3 leitið. Er orðin svo gömul!!!!!! ;)

En næst á dagsskrá hjá mér er að fara í Reykjarvíkur maraþonnið, ætla bara í skemmtiskokkið. Ég myndi aldrei fara í þetta nema því að ég ákvað að styrkja gott málefni. Icelandair ætlar að styrkja Vildarbörn um 3000 krónur á hvern kílómeter sem starfsfólk þess hleypur. Kemur ekki mikið frá mér en það er bara þannig að það safnast þegar saman kemur og það er hugurinn sem gildir, er það ekki??

En svo helgina eftir það þá er ég á leiðinni til Manchester með vinnunni. fer held ég seinni partinn á föstudeginum og kem svo heim um kvöldið á mánudeginum. Þetta er ekki alveg komið á hreint með tímann en það kemur bara betur í ljós þegar nær dregur. Við ætluðum fyrst til Parísar en það er bara fullbókað í vélar þangað, þannig að París verður bara að bíða betri tíma.

Túllúlú

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home