Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

London

Ég fór til London á föstudaginn með nokkrum úr vinnunni. Sem betur fer var ég svona nokkurn vegin búin að ná mér af flensunni. Fórum um morguninn og lentum um 12 á Heathrow. Þaðan var farið uppá hótel til þess að losa sig við farangurinn. Verð að viðurkenna það að ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar ég sá herbergin. Það var nebla búið að líkja þessu við Nordica og ég gat ekki séð hvað var svona líkt!! Við fengum líka reykherbergi og ég sem er svo á móti reykingum var ekki alveg sátt við það. Það var sko teppi á gólfinu þannig að þið getið rétt svo ímyndað ykkur fíluna í herberginu. Fengum svo að skipta um herbergi þegar við komum til baka um kvöldið.

Svo var haldið á leið í bæinn og fórum við og fengum okkur að borða á Wagamama. Mjög skemmtilegur veitingarstaður sem lúkkar svolítið eins og stór matsalur í skóla en maturinn var ekkert smá góður, ummmm. Eftir það var farið að sjoppa smá á Oxford street.

Um kvöldið fórum við svo á Líbanskan stað sem heitir að mig minnir Noura og hann var rosalega flottur og kósí og maturinn mjög góður. Keyptum svona smá rétti sem voru fyrir alla. Svo var bara farið á hótelið.

Á laugardaginn var svo reynt að vakna snemma til þess að nýta tímann sem best. Við ákváðum að fá okkur morgunmat á hótelinu og þetta var frekar tíkarlegur morgunmatur. Maður þurfti alltaf að biðja um matinn. Það var eiginlega bara ristabrauð í boði og nokkur sætabrauð. Frekar skrítið þar sem maður er vanur hlaðborðum. Svo var farið á Oxford Street aftur til að sjoppa meira. Keypti ekkert brjálað mikið en kom samt ekkert tómhent heim :)

Svo um kvöldið fórum við á veitingarstað sem heitir Asia de Cuba, hann er inná hóteli. Sá staður var líka frábær og eftirrétturinn magnaður. Skemmtilegur staður sem gefur sig út fyrir að vera fjölskyldustaður og fólk deilir matnum. Samt verður maður að passa sig á því að mæta á réttum tíma því að maður fær bara vissan tíma. Við heyrðum einmitt sögur af því að fólk sem var að borða þarna og tíminn þeirra var búinn, þá var bara tekið af þeim diskurinn og sagt sorry tíminn búinn. Við mættum reyndar frekar seint en við fengum alveg að vera lengur. Kannski bara því að það var ekki fullpantað. En eftir matinn fórum við uppá hótel. Við vorum frekar léleg í því að djamma sem var svo sem fínt því að þá gat maður nýtt dagana betur og líka það að ég var hálf slöpp.

Á sunnudaginn fór helmingurinn af hópnum heim um hádegi en ég, Hildur og Íris ákváðum að fara með seinni vélinni. Við höfðum það bara notalegt. Fórum að skoða og svona. Reyndar var búið að segja við okkur að fara og kíkja á hina og þessa staði og taka bara lestina á einn stað, sem og við gerðum. Og þegar við komu á þann stað þá vissum við ekki alveg hvar við vorum. Frekar mikið að skrifstofubyggingum í kring og ekki mikið af fólki. En við ákváðum bara að labba af stað og svo komum við alltaf á einhver stað sem var búið að segja okkur á kíkja á, þó svo að við vissum ekkert hvar við værum, vorum náttúrulega ekki með neitt kort. En við fórum sem sagt í SoHo, og römpuðum inná þar sem BAFTA verðlaunin voru að fara að byrja og enduðum svo á Oxford street. Mjög gaman að rölta bara svona um borgina. Fórum svo heim um kvöldið rosalega þreyttar.

En næst þegar ég fer til London ætla ég að kíkja í Notting Hill og fara í London eye. Komst ekki þangað um helgin.

Jæja þetta er orðið meira enn nóg. Er að hlaða inn myndum frá sumó og ætla svo að setja London myndir inn við gott tækifæri.

4 Comments:

At 9:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim!:)

Ekki leiðinlegt að vera að slæpast um London í boði vinnunnar!!

Góðar myndir úr sumó:)


Kv. Herdis

 
At 10:25 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ og takk fyrir það.
Verð nú samt að taka það fram að þetta var sko ekki í boði vinnunnar. Borgaði allt sjálf!!! Og trúðu mér þó að þetta hafi verið stutt ferð þá var maður fljótt komin með ágæta summu á vísareikninginn :s

 
At 10:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim, ekkert smá gaman að fara til London. Þekki þetta með vinin Vísa :)

Kveðja Svava J.

 
At 2:18 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ Svava, jamm það var mjög gaman. Og já vinurinn Vísa er mjög góður vinur þangað til að kemur að gjalddaga ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home