Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Lasin!

Já ég fór heim úr vinnunni í gær lasin. Get ekki sagt það að ég sé búin að skemmta mér hérna heima. Samt búin að horfa á nokkra þætti með desperet house wifes og það er svo sem aldrei leiðinlegt. Það var samt svo típískt að ég hafi orðið veik þar sem ég var nýbúin að tjá mig um það að ég fengi nú sjaldan flensu og væri frekar heppin hvað það varðar, hefði ALDREI átt að segja það og tek það allt til baka núna. En núna held ég að allir í vinnunni minni séu búnir að fá þessa flensu. Þetta er sko ljóta flensan.

Jæja,

Lassaruss kveður að sinni.

1 Comments:

At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Láttu þér batna sæta!! :)
Kv. Auður

 

Skrifa ummæli

<< Home