Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, febrúar 10, 2006

Frekar fyndið

Var að fá þetta sent á maili áðan og fannst þetta svo sniðugt þannig að ég ákvað að setja þetta á netið. Þetta eru nafnapælingar

Það er náttúrlega nauðsynlegt að færa lestrarbækurnar til nútímans svo
börnin finni sig í þeim:

Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var
að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar
Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa
Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar –
"#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta
Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Góð helgi

2 Comments:

At 5:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var skemmtilegt.

Fatta samt ekki sædís Líf, Sæt í slíf í rauðum fólksvagni?

 
At 10:13 e.h., Blogger Berglind said...

Já ég er sammála með nafnið Sædís Líf. En ef maður segir það oft og hratt þá kemur út (allavega hjá mér) sætishlíf. Ég er kannski eitthvað skrítin eða farin að ímynda mér ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home