Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, september 18, 2005

Róleg helgi

Já enn önnur rólega helgin liðin. Ég er búin að hafa það rosalega notarlegt um helgina. Fór til Berglinar Báru á föstudaginn og við fengum okkur ís, hofðum á imbann og kjöftuðum. Á laugardaginn eldaði Hildur systir svo dýryndis máltið (en ég sá um eftir réttinn) og svo fórum við og horfðum á videó með Kollu og bumbubúanum. Sem sagt mjög róleg helgi sem er frábært nema kannski það að ég borða alveg óþarflega mikið þegar ég hef það kósí. Skil það bara ekki :)

Ég er svo að fara í leikhús í kvöld á sýninguna Woyzeck. Hlakka bara nokkuð mikið til þó svo að ég viti bara minnst um þetta leikrit en það er svo langt síðan að ég fór í leikhús sem minnir mig á það, ég hef ekki klú í hvaða fötum ég á að fara í. Hausverkur!!!

Hildur Páls á afmæli í dag, 25 ára pæja. Til lukku með daginn Hildur :)

Best að fara að finna sér föt........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home