Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, september 04, 2005

Billy Kennedy mættur á skjáinn aftur og landsleikurinn

Já mér finnst gaman að segja frá því að hann Billy er mættur aftur á skjáinn, að vísu ekki í Nágrönnum heldur í þætti sem var að byrja að sýna á Skjá einum. Lækna þáttur sem heitir House. Hlakka ég til að fylgjast með þessu stórleikara fara á kostum á ný ;)


Svo að landsleiknum. Skellti mér sem sagt á hann á laugardaginn og ég sé sko ekki eftir því. Mér hefur aldrei þóttt fótbolti neitt sérlega skemmtilegur en það álit hefur breyst núna. Ég hafði bara mjög gaman að þessum leik. Að vísu töpuðum við en við vinnum bara næst :)

Það fór reyndar eitt í taugarnar á mér á leiknum, þegar það voru c.a. 15 mínútur eftir af leiknum þá fór fólk að fara af leiknum. Ég þoli ekki svoleiðis. Þó að liðið þitt sé að tapa þá er algjör óþarfi að yfirgefa völlinn. Ef þú heldur með einhverju liði þá heldur þú með í því gegnum súrt og sætt, ekki bara þegar vel gengur. Það er einmitt þegar illa gengur að liðið þarf á stuðningi að halda!!!!!

Lélegasti golfarinn á landinu kveður að sinni..

4 Comments:

At 10:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ó já ekkert lítið sem maður er búin að sakna sæta Billys, hann dugar væntanlega til að halda mér fyrir framan sjónvarpsskjáinn á fimmtudögum ...
BBS

 
At 4:17 e.h., Blogger Berglind said...

Jamm sama hér. Mér finnst samt svo skondið að hann sé að leika læknir þar sem faðir hans, hann Kalli er nú læknir ;)

 
At 8:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

já það er pínu spes, en það er nú samt ekkert óalgengt að börn lækna verði læknar þannig að þetta lá kannski bara beint við. Ég hélt samt að hann væri húsgagnasmiður ;)
BBS

 
At 1:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ji, mér fannst ég eitthvað kannast við hann!!!! Þekkti hann ekki í læknasloppnum. HP

 

Skrifa ummæli

<< Home