Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Ekki sátt við Skjá 1

Jamm ég verð að segja það að ég er sko ekki sátt við Skjá einn. Þeir eru alltaf að auglýsa þætti og svo eru þeir ekkert sýndir í sjónvarpinu á þeim tíma/degi sem þeir eru auglýstir á!!!! Svo þetta með fótboltann, mér væri alveg slétt sama þó svo að þeir myndu þurfa að hætta að sýna eitthvað af honum út af enskunni. Ég væri eiginlega bara mjög glöð. Hafa bara fótboltann á Sýn.

En svo ætlaði ég að koma smá skilaboðu áleiðis:

Kæru félagar og vinir,

á laugardaginn klukkan 13.30 tökum við ÍR-ingar á móti ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta á heimavelli í Austurberginu. Eyjamenn eru þekkt stemmningslið og mæta með hálfa Heimaey á völlinn. Við ætlum ekki að láta þá slá vopnin úr höndunum á okkur og stela heimavellinum af okkur því við ÍR-ingar verðum að kalla alla út sem usla geta valdið og hvetja þá til að mæta.

Ég hvet ykkur eindregið til að mæta og jafnframt senda öllum ÍR-ingum, nær og fjær tölvupóst og hvetja þá til að láta sjá sig. Stemmningin verður svakaleg. Með frábærum stuðningi allra ÍR-inga munum við landa sigri í leiknum og fara í höllina í úrslitaleikinn.

Með ÍR-kveðju

ÁFRAM ÍR!!!!!

3 Comments:

At 3:56 e.h., Blogger Berglind said...

HA, HA, HA, ekki fyndin.

 
At 1:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með ÍR-ingana :Þ

BerglindB

 
At 7:47 e.h., Blogger Berglind said...

Já takk fyrir það. Þetta var alveg magnaður leikur :)

 

Skrifa ummæli

<< Home