Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, október 14, 2004

Loksins, loksins!!!

Jæja mér tókst að gera það sem ég er búin að reyna að gera í nokkurn tíma. Já það er að setja inn mynd á bloggið sjálft. Víííí hvað ég er ánægð :)

En já myndin var tekin út í Flatey á Skjálfanda þegar ég var svona 7 ára. Hreiðar frændi skannaði þessa mynd inn og send mér. Veit ekki alveg hvort að systir mín og frændur mínir verða ánægðir með það að ég hafi sett þessa mynd inn en ég vona bara að þau fyrirgefi mér :) Þetta var allt gert í tilraunarskyni. En takið eftir því hvað ég er í flottum galla. Allir í ÍR galla nema ég :( Nei, nei ég fæ bara að vera í flottum fjólubláum og skræpóttum galla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home