Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Jæja enn ein helgin á enda og það styttist óðum í það að skólinn byrji :( en þá styttist reyndar líka í það að ég fari til DK :)

Það var ekkert gert um helgina, var að vinna alla helgina og á laugardaginn var ég meira að segja að vinna frá 10-18, ekkert smá dugleg. Jú ég fór reyndar í bíó á Grettir í gærkvöldi. Hún var bara voða fín sú mynd, svo var bara farið snemma að sofa.

Í dag fór ég svo í vinnuna og tók golfsettið hennar mömmu með því að ég ætlaði í golf eftir vinnu, en nei auðvitað ekki það var byrjað að rigna þegar ég var búin í vinnunni og ekki ætlaði ég að fara að spila golf í rigningu, nei takk. Svo inni í salnum í vinnunni var enginn smá hiti, loftræstikerfið er víst alltaf að bila og við vorum bara að kafna úr hita. Þegar gestirnir voru að ganga út þá voru þeir að sveifla bæklingum framan í sig til þess að kæla sig niður.

En já ég var að frétta það að Baddý gekk í það heilaga með honum Rabba sínum á laugardaginn og óska ég þeim til lukku með það.

Svo setti ég inn tvo nýja linka hérna hjá mér, en ég átti alltaf eftir að setja Hönnu vinkonu sem býr í noregi og Svövu sem er að vinna með mér inn. Endilega kíkið á síðurnar þeirra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home