Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Góðan daginn gott fólk, það er blessuð blíðan í dag.

Jamm þar sem ég er alltaf í frí á morgnanna og mig dettur ekkert í hug að gera, og vill maðurgera eitthvað á svona góðum degi sem þessum. En litla frænka er að koma til mín og við ætlum að fara í göngutúr. Það er að segja ef hún kemur einhver tíma til mín, hún gat ekki komið alveg strax því að hún ætlaði að hlusta á eitt lag sem var í sjónvarpinu, það var víst svo fyndið þetta lag. Sem sagt Tínu Törner lag, You are the best!!! Samt hefði ég verið til í að fara í Nauthólmsvíkin með hana en það er aðeins of seint núna. Kannski bara seinna ef það verður aftur svona gott veður.

Já svo var ég að tala við Rósu á msn og hún sagði að lagið; let's get retarded here, minnti hana svo á mig. Veit ekki alveg hvort að ég eigi að vera eitthvað ánægð með það. Skil ekki hvað hún er að meina með þessu. Usss.

En hvað er ég að hanga inni í tölvunni þegar ég get verið úti í sólbaði, en ég er farin að reka á eftir litlu frænku.
Bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home