Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Helgin!!!

Þessir helgi var líka bara voðalega róleg. Gerði svo sem ekki neitt.

Á föstudaginn fór ég í mat til Hildar og Heiðu Bjargar þar sem Hildur var að passa Heiðu björg. Og svo kíkti ég til hennar Helgu vinkonu. Fór svo snemma að sofa og vaknaði "eldhress" og skellti mér í ræktina. Mikið rosalega var ég eitthvað þreytt ég hélt að ég gæti ekki hreyft á mér rassgatið þegar ég var komin niðureftir í Sporthúsið. Svo kíkti ég í Smáralindina til að sjá hvað nýtt væri komið en þar sem ég átti ekki neinn pening þá var bara ekkert gaman að vera að skoða :(

Þegar ég var búin að kaupa mér nammi í nammilandi þá var farið á handboltaleik, ÍR - KA, og auðvitað unnu mínir menn en það var ekki svo auðvelt hjá þeim en ég viss um að þeir gerðu þetta svona til þess að hafa leikinn meira spennandi :)
Um kvöldið beilaði ég á djamminu ( það var svo vont veður) og var bara heima að horfa á EKKI NEITT í sjónvarpinu. Hvernig er þetta?? Alltaf þegar ég er heima að gera ákkúrat ekki neitt þá er ekki neitt í sjónvarpinu. En ég náði að horfa á mynd sem ég hef aldrei þorða að horfa á og það er myndin The Birds og hún er ekki nema um 40 ára og ég var fyrst að þora að horfa á hana núna og ég skil bara ekki afhverju mér fannst hún eitthvað ógeðsleg.

Þannig að ég komst að niðurstöðu, þar sem ég er algjör gunga að horfa á drauga- og svona ógeðslegar myndir þá horfi ég bara á þær svona c.a. 30 árum seinna :)

Svo var sunnudagurinn bara tekinn í leti og svo um kvöldið var farið upp í skóla að vinna verkefni.

En núna þarf ég að fara að skipta yfir í ensku og gera annað verkefni.

See ja!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home