Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, mars 28, 2003

Ég horfði á piparjúnkuna í gærkvöldi og ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum. Ekki mikið af sætum mönnum. Og hvað var málið með gaurinn sem var 37 ára og hann var að tala um að vilja fara með hana afsíðis og kyssa hana “frönskum kossi”, það virðist sem að þessir kallar ætla aldrei að þroskat, ekki það, það er ekkert að því að kyssast. En hann sagði þetta eins og hann væri einhver polli!!!! Svo voru þeir allir svo smeðjulegir þegar þeir komu fyrst að það hálfa væri nóg, en þeir skánuðu samt þegar lengra leið á þáttinn.
Undir og stórmerki gerðust áðan, ég Berglind Hermannsdóttir ryksugaði bílinn minn og þreif aðeins inn í honum. Ég valdi náttúrulega besta daginn til þess, þar sem það er búið að snjóa svolítið í dag. Og þegar að ég fór að skola af mottunum þá byrjaði að snjóa og fólk sem að keyrði framhjá var örugglega að velta því fyrir sér hvaða hálfviti væri að skola af mottunum sínum þegar það snjóaði. En hvað með það þær eru alla vega hreinar núna.
Jæja ég er að fara að skreppa til Eyja og því segi ég bara góða helgi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home