Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, september 04, 2008

Smá svekkt

Var að koma úr rosalega erfiðum bootcamp tíma og í þessum tíma var varð ég frekar pirruð þar sem ég gat ekki neitt eða fannst það því þetta var svo erfitt og ég sá eiginlega eftir því að hafa skráð mig á annað námskeið.

Svo var það svekkelsið, fór í mælingu og ég hafði á 3 vikum lést um 400 gr. Hvað er það!! Ég veit að ég er svo sem ekkert búin að vera dugleg að borða rétt en ég er samt búin að minnka nammi átið (ég ungfrú Siggi sæti) og minnka gosið. Ég var búin að setja mér markmið, 2 kg á mánuði og þannig að ég verði búin að missa 8 kg fyrir áramót. Ég hef víst ennþá þennan mánuð þar sem ég setti mér þetta markmið um miðja ágúst en ég var að vona að ég hefði smá forskot. Það klikkaði eitthvað. Er farin að hallast að því að sumum er bara ætlað að vera feitir!!

En út í annað. Berglind Bára þetta er bara fyrir þig. Tók mynd af nýja fína sjónvarpsskeinknum mínum, búin að setja sjónvarpið á hann en það á eftir að fiffa gat til þess að setja digitaldótið og dvd spilarann inní skápinn. Sá reyndar að ég þarf að eiginlega núna að kaupa mér nýtt sófaborð þar sem ég ligg alltaf þegar ég horfi á imbann og það er rétt svo að ég sjái á sjónvarpið fyrir borðinu því að þessi skeinkur er svo lágr. Eða þá að maður kaupi sér bara flatskjá og hengi hann á vegginn.

En vola!!!!

Fíni skeinkurinn

Svo ein án flass svo að ljósið myndi sjást.

Berglind svekkta kveður að sinni.

3 Comments:

At 12:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ahh gott að forvitni manns sé svalað ;o) Hann er mega töff. Verð að kíkja á hann live fljótlega.

Berglind Bára

 
At 6:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá ekkert smá flottur- já verðuru ekki bara að spreða smá money í flatskjá í leiðinni!! já sammála BB maður þarf nú að kíkja á þetta live, líka eftir að sjá borðstofuborðið hjá þér :)

til lukku með þetta!
kv. Herdis

 
At 9:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ógeðslega flottur skenkur:-)Verður flottari þegar flatskjárinn verður komin. OMG.
Kv.Hafdís frænka.

 

Skrifa ummæli

<< Home