Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Mamma afmælisbarn

Mamma á afmæli í dag. Leiðinlegt að geta ekki verið hjá henni á afmælisdaginn hennar. En hún fékk bara fyrirframafmælisgjöf um daginn. Til lukku með afmælið mamma mín. Kossar og knús
Annars er það í fréttum að ég náði að týna myndavélinni minni og er hennar sárt saknað. Þannig að ef einhver hefur fundið hana þá eru myndir síðan í gær af henni frá frábæru dömukvöldi.
Sem sagt lýsi eftir myndavél, týndi henni sennilega á Nasa eða í leigubílnum.

Kveðja,
Berglind, sem saknar myndavélarinnar sinnar.

1 Comments:

At 10:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með mömmu þína:)

leitt að heyra með myndavélina...vonandi finnst hún.

kv.Herdis

 

Skrifa ummæli

<< Home