Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Misrétti eða??

Var að horfa á Herra Ísland í gær sem er svo sem ekki frásögu færandi nema það fór eitt svakalega í pirrurnar á mér. Þar var einn strákur sem sagði að mesta afrek hans í lífinu væri sennilega þegar hann eignaðist strákinn sinn, allt í lagi með það. En mér finnst frekar skrýtið að strákar sem eiga börn mega taka þátt í Herra Ísland en stelpur sem eiga börn mega ekki taka þátt í Ungfrú Ísland. Afhverju mega þeir eiga börn en ekki þær?? Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. Ef þetta er rétt þá finnst mér þetta svolítið mikið misrétti.

Annars er ég loksins búin að taka ákvörðun. Leið mín liggur til Minnapolis 30. nóv. Ég og mamma ætlum að skella okkur.

Og hvað herþjálfunina varðar sem ég er búin að vera í um 12 vikur þá er bara ekkert að gerast. Ég ét greinilega aðeins of mikið!!!

Hef þetta nóg í bili.

Berglind sem skilur ekkert í þessum barnareglum.

6 Comments:

At 12:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Berglind mín ég veit alveg afhverju þú ert ekkert að grennast!!! Og þú veist það líka. To much candy ;)

 
At 1:18 e.h., Blogger Berglind said...

Já en ég held að ég sé ekkert að borða meira af því núna en vanalega og núna er ég að hreyfa mig meira en ég hef verið að gera hingað til.

 
At 2:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Á svo að skrá sig í jólaherþjálfunina? The other Helga er búin að skrá sig og er að reyna að fá mig með... Veit ekki hvort ég legg í þetta - eftir ælusöguna þína!

 
At 3:43 e.h., Blogger Berglind said...

Hvað er þetta, þú kannast nú við það að æla. En nei, nei þetta er ekkert svo erfitt, ég var bara ekki búin að borða. Endilega farðu í þetta og mundu bara eftir því að vera búin að borða fyrir fyrsta tímann ;)
Ég er ennþá að hugsa málið hvort að ég eigi að fara eða ekki. Missi úr viku en ég enda sennilega á því að fara. Finnst þetta mjög skemmtilegt.

 
At 11:40 f.h., Blogger Ása Björg said...

1)Góður punktur með Hr. Ísland ! Þetta er algjörlega fáránlegt!

2) Herþjálfunin - Í fyrsta lagi ælir maður ekki vegna áreynslu heldur er það alltaf tengt því að vera svangur eða hafa borðið eitthvað vitlaust fyrir tímann...Og svo mæli ég með því að þrauka lengur, eftir þrjú 6 vikna námskeið fór ég að sjá geðveikan árangur og þá var þetta orðið fáránlega skemmtilegt !! Gat í 1.sinn á ævinni klifrað upp kaðal og það var geðveik tilfinning !!! So- Hang in there !!

 
At 4:22 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ Ása mín.

Loksins commentar einhver um Herra Ísland umræðuna mína ;)

En já ég ákvað að fara á 3ja námskeiðið þó að enginn útlistbreyting hafi orðið. Mér finnst þetta bara svo rosalega skemmtilegt. Og ég finn það líka að þolið mitt hef bæst mikið, nota pústið mitt nánast ekki neitt :)
I will hang in there!!

 

Skrifa ummæli

<< Home