Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, október 17, 2007

Pabbi afmælisbarn dagsins


Til lukku með daginn pabbi. Vonandi hefur þú sem best fyrir austan. En eins og ég sagði, þú færð ekki afmælisgjöfina fyrr en þú kemur í menninguna.


Annars er ekkert í fréttum nema að ég fór að skúra um daginn sem er svo sem ekki frásögu færandi nema ég var spurð: Do you speak Icelandic?? Ég átti svo bágt með mig að fara ekki að hlægja þar sem að sú sem spurði mig var erlend og talaði bjagaða íslensku. Skúringar þykja kannski ekki vera eitthvað sem íslendingar vinna við í dag. Eða þá ég líta bara út fyrir að vera útlendingur, hver veit.

Svo fór ég með mömmu í Bónus að versla og þá var ég nýkomin frá DK og enska var alveg ofarlega. Búðarstelpan spurði mig; how many bags og ég svara á ensku til baka, fannst ég bara vera komin aftur út. En þetta er nátturulega ekki í lagi. Fattaði þetta ekki fyrr en ég var búin að svara að ég væri á íslandi. En þetta er víst ekki greyið útlendingunum að kenna, finnst að búðirnar/fyrirtækin sem eru að ráða þetta fólk eigi að senda starfsfólk sitt í íslenskukennslu. Stelpan sem var að afgreiða okkur sagðist samt ekki vilja læra. Enda hefur hún það fínt þarna, koma mikið að pólverjum að versla hjá henni. Um daginn var einmitt pólverjar fyrir framan mig og aftana mig í röðinni. Fannst ég bara ekkert eiga heima þarna.

Eitt sem ég skil svo ekki, það var árekstur á leiðinni í vinnuna á mínum svokallaða Hafnarfjarðarvegi og allt stopp. Svo þegar ég sá hvað það var sem var að stífla var ég sko ekki sátt við lögregluna. Það var einn bíll sem hafði greinilega lent í áreksti og lögreglubíll að bíða hjá þeim bíl með kveikt á ljósunum svo að fólk sæi bílinn. Afhverju í ands.... færi löggan ekki bara bílinn uppá grasið og þá hefði stíflan ekki verið. Var ekki nema 53 mín. á leiðinni í vinnuna. Ekki sátt við þetta, það var greinilegt að ég var ekki við stjórn þarna!


Ungfrú kvartari kveður að sinni.

4 Comments:

At 12:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þann gamla í fyrradag. Skipta yfir í íslenskuna hérna kona við erum ekki lengur í H&M.
Kv:Hafdís.

 
At 12:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með pabba þinn! Já ég lenti einmitt líka í svona í krónunni um daginn, útlendingur að afgreiða mig, mjög skrýtið að vera að versla á Íslandi og geta ekki talað bara sitt mál?!! Jii en samt fyndið/skrýtið sem þú lentir í þarna í skúringunum...Heldur fólk bara að það sé bara útlendingar að vinna þessi störf í dag! Hvað er málið- hvað er eiginlega að gerast?!! Ég er alveg sammála þér í því að það á bara að vera partur af því að fólk fái vinnuna að það sæki íslenskutíma. Það aðlagast fyrr samfélaginu ef fólkið byrjar strax að tala íslenskuna, en ef það kemst upp með að tala ensku þá lærist íslenskan síður.
kv. Herdis

 
At 2:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvar eru myndirnar sem voru teknar í Denmark 5-8. okt?? barra spyr.
Kv.Hafdís.

 
At 3:55 e.h., Blogger Berglind said...

Þar sem ég er hvorki með tölvu né internet heima hjá mér þá er ég löglega afsökuð fyrir því að það séu ekki komnar inn neinar nýjar myndir.

 

Skrifa ummæli

<< Home