Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, júlí 16, 2007

Jæja sælt verið fólkið

Vá hvað það er erfitt að vera svona netlaus heimahjá sér. Þá dettur maður bara alveg úr öllum blogggír. Því að ég hef alltaf verið svo dugleg að blogga.

En já ég er búin að afreka allavega eitt síðan ég bloggaði seinast. Ég fór alla leið uppá Esjuna í fyrsta skiptið um daginn með Helgu og vinkonu hennar. Er ekkert smá stolt af mér en það verður langt í það að ég fari alla leið upp aftur. Ég var ekkert smá hrædd þegar ég var að klífa þessa kletta, tók okkur ekki nema hálftíma að komast upp klettana og svipaðan tíma að komast niður. Frekar lengi enda fór ég þetta nánast á fjórum fótum. Svo flaug ég á hausinn nokkrum sinnum en komst nokkuð heil niður en dagarnir eftir voru mjög slæmir, hef sjaldan fengið eins miklar harðsperrur.

Svo fór ég með Herdísi og Helgu í bústaðinn hennar Herdísar og þar fór pabbi hennar með okkur á bát út á vatn þar sem við vorum algjörar prímadonnur. Það var haldið á okkur út í bát og svo þegar við komum tilbaka þá stigum við beint úr bátnum inní bíl. Já það var bara ítt bátnum upp að bílnum sem var aðeins útí vatninu. Gerist ekki betra. Svo fengum við þessa líka góðu máltíð. Eftir matinn var svo keyrt á Akranes þar sem var rosalega mikið af fólki, aðallega mikið af ungufólki (já ég er orðin svakalega gömul). Það var eitthvað lopapeysuball í gangi, við fórum bara í bæinn þegar allir fóru á ball.

En jæja vildi bara láta vita að ég væri á lífi, er voðalega sátt við veðrið hérna á landinu þessa dagana, ég er bara sólbrennd og alles en ég ætla samt að nýta sólina til hið ítrasta í dag. Mætti meira að segja fyrr í vinnuna til að komast fyrr út í sólina.

Kveðja úr sólinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home