Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, október 30, 2007

Aðeins of snemma

Mér finnst nú farið að snjóa aðeins of snemma. Ég væri sátt við það ef það myndi bara snjóa létt á Þorláksmessu svo að það yrði komin fínn snjór á aðfangadag. Bið ekki um mikið! Það fór sennilega að snjóa því að ég var versla svo mikið jóladót um helgina. Þannig að ég get bara sjálfri mér um kennt ;)

Svo er ég náttúrulega ekki komin á nagladekk og því mér til mikillar ánægju þá komst ég ekki upp brekku sem liggur inní bílskýli heima hjá mér í gærkvöldi. En eftir að hafa kallað á aðstoð og kastað möl á veginn og margar tilraunir þá komst ég loksins upp. Það verður sem sagt farið í dag og sett nagladekk á bílinn. Eða hún mamma ætlar að vera svo góð að fara fyrir mig, svona er að vera busy og koma ekki heim til sín fyrr en klukkan átta á kvöldin, þá er ekki mikið hægt að gera.

Over and Out

2 Comments:

At 8:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

sammála Berglind snjórinn er alltof snemma. Það má snjóa eftir hádegi á aðfangadag og ekki degi fyrr. Takk fyrir.
Kv.Hafdís frænka.

 
At 8:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið ofboðslega eruð þið frænkur leiðinlegar...ÞAÐ Á AÐ VERA SNJÓR FRÁ MIÐJUM OKT. TIL MIÐJAN APRÍL. Það er svo dimmt alltaf úti að okkur veitir ekki af smá snjó til þess að lífga upp á skammdegið ;o)

Kv.Síró skvís

 

Skrifa ummæli

<< Home