Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, mars 30, 2007

Óskin rættist

Mig langaði til sólarland yfir páskann og ég fer til sólarlanda yfir páskana! Er að fara til Kúbu á sunnudaginn og fékk það staðfest í gær. Var búið að vera eitthvað vesen að finna hótel fyrir okkur enda ákváðum við Hildur bara að fara á þriðjudaginn.


Ég er orðin voðalega spennt að fara, verst að fara með svona stuttum fyrirvara því að þá getur maður ekkert unnið í því að ná nokkrum kílóum af sér. En þá fæ spikið bara að njóta sín í sólinni. Svo er þetta lengsta ferðalag sem ég hef farið í, við verðum 10 tíma á leiðinni, að vísu með stoppi í Halifax. Við verðum eina viku í Havana og svo eina viku í Varadero sem er strandlengja, ekki leiðinlegt það!


Jæja, ég skrifa sennilega ekkert fyrr en ég er komin heim nema að ég sé þreytt á því að slappa af og það er internettenging nálægt.

Kúbufarinn kveður að sinni.

4 Comments:

At 7:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

GÓÐA FERÐ OG GÓÐA SKEMMTUN.

 
At 9:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá æði hvað ég öfunda ykkur.
Góða ferð og góða skemmtun :)

Kveðja Svava Júlía

 
At 9:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun skvísur. Við skemmtun okkur bara hér yfir páskaeggjaáti og ííískulda, sem spáð er um helgina. Kv. HP

 
At 7:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk takk vid Berglind erum bunar ad sleikja solina eins mikid og vid getum ;) eg er ordin svort og Berglind er eins og blettatigur!!!! Vona ad thid njotid kuldans ahhahahhahah.
Bless i bili

kv. HH og BH

 

Skrifa ummæli

<< Home