Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Argggggg

Vá hvað ég er pirruð núna, ég var takk fyrir 53 mínútur á leiðinni í vinnuna. Þetta er ekki í lagi, það má ekki koma smá rok og því smá snjór á göturnar og þá fer allt í kerfi. Ég kenni aðalega fólki sem getur ekki drullast til þess að setja vetrardekk undir bílinn sinn um!!! Og svo er líka fólkið sem getur ekki farið aftast í röðina eins og við hin að troða sér fremst og tefja allt.

Úff varð bara aðeins að blása.

Annars skellti ég mér á leikinn á sunnudaginn, mjög gaman, rosalega langt síðan að ég fór á landsleik eða bara handboltaleik yfir höfuð. Hlakka svo til að fylgjast með HM. Versta þegar ég fer að horfa á svona leiki þá langar mig svo aftur að æfa, en það er víst ekkert sem er að fara að gerast.

Berglind með pirring í taugunum kveður að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home