Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, nóvember 24, 2006

Bootcamp í tísku

Já það er hægt að segja það að bootcamp sé í tísku. Var á Internet Marketing Bootcamp fyrirlestir/námskeiði á miðvikudaginn og fimmtudaginn, en ég var ekki mikið að reyna líkamlega á mig eða brenna. Eina sem ég tengdi við orðið eins og ég skil það er að þetta var mikil keyrsla, lítið af pásum og því reyndi þetta mikið á rassinn. En góður fyrirlestur þrátt fyrir það.

Svo fannst mér ég bara búa á Nordica Hotel í gær, var á námskeiðinu allan daginn og um kvöldið fór ég í bóka útgáfuteiti. En það er svo sem ekkert slæmt, það er fínt að vera á Nordica og breyta um umhverfi í smá tíma.

Jæja, hef þetta ekki lengra,

góða helgi.

2 Comments:

At 9:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Boot camp er alveg að virka skal ég segja þér ;) allavega á mig hehe... fun fun fun!!!
Kemuru með í prufutíma? :)
Auður

 
At 1:45 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ
Veistu mig hefur alltaf langað að prófa en ég efast um að ég eigi eftir að fara. Þolið mitt er alveg farið :s

 

Skrifa ummæli

<< Home